Ríkið sýknað í máli spilafíkils

Dæmi eru um að spilafíklar eyði fúlgum fjár í peningaspil …
Dæmi eru um að spilafíklar eyði fúlgum fjár í peningaspil af einhverju tagi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.

Hafði hann höfðað mál á hendur ríkinu til innheimtu skaða- og miskabóta vegna tjóns sem hann kvaðst hafa orðið fyrir og rekja mætti til þess að tilgreindum aðilum hefði verið heimilað að reka spilakassa með lögum nr. 13/1973 og 73/1994 í andstöðu við 183. grein almennra hegningarlaga.

Með dómnum staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. mars 2018 og vísaði til þess að umrædd lög væru sérlög andspænis almennum hegningarlögum og væru einnig yngri en ákvæði 183. gr. almennra hegningarlaga. Gengju umrædd lög því framar almennum hegningarlögum. Ekki var fallist á það með Guðlaugi að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti valdið honum tjóni né heldur að skilyrði bótaskyldu væru fyrir hendi á öðrum grundvelli en almennu sakarreglunnar. Var ríkið því sýknað af kröfu Guðlaugs um greiðslu skaðabóta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert