Til bóta að takmarka persónuupplýsingar

Formaður Lögmannfélags Íslands segir mikilvægt að útdrættir úr dómum geti ...
Formaður Lögmannfélags Íslands segir mikilvægt að útdrættir úr dómum geti nýst lögmönnum við vinnu sína. mbl.is/Golli

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, telur fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma og myndatökur í dómshúsum, vera til bóta.

„Þessar nákvæmu birtingar hafa verið gagnrýndar út frá reglum um persónuvernd og friðhelgi einkalífsins. Það má alveg velta því fyrir sér hvort það sé þörf á svona gríðarlega ítarlegum upplýsingum um persónuleg og viðkvæm málefni. Að því leytinu til tel ég þetta til bóta,“ segir Berglind í samtali við mbl.is. „Ég tel líka til bóta að það sé verið að samræma reglur um birtingu dóma á öllum dómsstigum. Það skiptir mjög miklu máli,“ bætir hún við.

Verði frumvarpið að lögum verða dómar og úr­sk­urðir héraðsdóm­stóla sem varða viðkvæm per­sónu­leg mál­efni ekki leng­ur birt­ir op­in­ber­lega. Þar er um að ræða mál sem snú­ast um lögræði, sifjar, erfðir, mál­efni barna, of­beldi í nán­um sam­bönd­um, nálg­un­ar­bann og kyn­ferðis­brot. Sömu­leiðis er gert ráð fyr­ir að aðeins verði birt­ir út­drætt­ir úr dóm­um Lands­rétt­ar og Hæsta­rétt­ar í slík­um mál­um. Einnig er lögð til nafn­leynd í öll­um til­fell­um við birt­ingu dóma í saka­mál­um um þá sem þar koma við sögu.

Mikilvægt að útdrættir gagnist lögmönnum

Berglind segir þó mikilvægt í þessu samhengi að útdrættir úr dómum verði vel unnir og þannig gerðir að lögmenn get nýtt þá við vinnu sína.

„Það skiptir máli að þessir útdrættir séu vel úr garði gerðir, þannig að þeir komi okkur lögmönnum að gagni, sem þurfum að vera að vísa til þessara dóma í málflutningi og okkar málatilbúnaði, til dæmis varðandi fordæmi og annað. Að við getum áttað okkur á hver eru atvik máls, hverjar eru forsendurnar og á hverju niðurstaðan er reist. Það skiptir mjög miklu máli.“

Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands.
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands. Ljósmynd/Landsbankinn

Hún bendir á að það sé skýrt kveðið á um það í frumvarpsdrögum að nauðsynlegt sé að vel takist til í þessum efnum og gerir ekki ráð fyrir öðru en að farið verði eftir því. Fram kemur í drögunum að gert sé ráð fyrir því að í útdrætti dóms sé kröfugerð í málinu lýst eða sakaratvikum, þá sé málsatvikalýsing til staðar, sem og niðurstaða málsins.

„Berglind segir mikilvægt að tryggja að þetta verði raunin. „Það á eftir að koma í ljós hvernig það verður, en við leggjum mikla áherslu á að við verðum að geta nýtt okkur þessa dóma í okkar vinnu. En það hversu ítarlegar upplýsingar eru í dómunum um viðkvæm persónuleg málefni, ég er alveg hlynnt því að þau atriði verði tekin út.“

Áfram hægt að fá endurrit af dómi gegn gjaldi

Aðspurð hvort hún telji að frumvarpið, verði það að lögum, komi til með að breyta einhverju fyrir vinnu lögmanna, gerir hún ekki ráð fyrir því. „Ég sé það ekki fyrir mér, en það er með þeim fyrirvara að þessir útdrættir verði vandaðir. Að það komi þar fram forsendur þannig að hægt sé að ráða af útdrættinum á hverju niðurstaðan er byggð og hvernig er verið að túlka ýmsar réttarreglur og annað sem skiptir máli fyrir okkur.“

Þá tekur Berglind fram að áfram verði heimilt að óska eftir endurriti dóms. „Samkvæmt núverandi lögum er það hægt og dómstólasýslan á að setja reglur um aðgang almennings að dómum. Það er hægt að fá slík gögn gegn gjaldi og á því verður engin breyting. En þar er heimilt að má út atriði sem eru viðkvæm og persónuleg.“

Frumvarpið nær því aðeins til breytinga á birtingu dóma á vefnum, enda getur verið nauðsynlegt fyrir aðra en aðila máls að fá aðgang að dómum í heild, til dæmis vegna fræðavinnu og vinnu við fjölmiðla, líkt og fram er tekið í drögum frumvarpsins.

„Síðan má ekki gleyma því að það er opinber málsmeðferð þannig þinghöld eru opin og fara fram í heyranda hljóði,“ segir Berglind.

Birting dóma hér á landi ítarlegri en á Norðurlöndunum  

Hún bendir að gömlu hæstaréttardómarnir sem gefnir voru út á prenti, hafi verið mun knappari en þeir sem birtast í dag. Þetta hefur breyst í áranna rás. Ég veit ekki hvenær það gerðist, að dómar fóru að vera svona ofboðslega nákvæmir og ítarlegir. Ef maður les eldri dóma þá var þetta ekki svona,“ segir Berglind en fram til ársins 1999 voru Hæstaréttardómar aðeins gefnir út á prenti og þá yfirleitt nokkrum árum eftir uppkvaðningu þeirra. Síðastliðin tuttugu ár hafa þeir aftur á móti verið birtir samdægurs á netinu. Berglind segir þetta vissulega eðlilega þróun í takt við auknar kröfur um aðgengi að upplýsingum. Hún bendir hins vegar á að birting dóma á Norðurlöndunum sé ekki jafnítarleg og nákvæm og verið hefur hér á landi.

„Út frá þessari grundvallarreglu um opinbera málsmeðferð felst einnig birting dóma og að úrlausnir dómstóla séu aðgengilegar öllum þeim sem vilja kynna sér niðurstöður. En svo má alltaf velta þessu fyrir sér út frá persónuverndarsjónarmiðum og friðhelgi einkalífsins. Það er hin hliðin á teningnum.“

mbl.is

Innlent »

„Haugabræla“ á færeysku miðunum

16:23 „Þetta var barningur en þó lentum við í smá hrotu þar sem hægt var að hífa tvisvar á dag. Verst að það var haugabræla þessa sömu daga en það tjáði ekkert að hugsa um það.“ Þetta segir Albert Sveinsson, skipstjóri á Víkingi AK Meira »

Hnúfubakur á svamli við hafnarbakkann

15:15 „Þetta var alveg magnað. Þetta er „once in a lifetime-dæmi“, alveg ótrúlegt,“ segir Arinbjörn Hauksson, markaðsstjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours Wildlife Adventures, sem náði myndskeiði af hnúfubaki að svamla í sjónum við hafnarbakkann á Skarfabakka. Meira »

Í síðasta sinn fyrir þremur dómurum

15:04 Síðasta málið var flutt fyrir þremur dómurum í Hæstarétti í dag. Samkvæmt nýrri dómsstólaskipan sem tók gildi við árbyrjun er kveðið á um að fimm eða sjö dómarar skipi dóm þegar mál fara fyrir Hæstarétt. Var málið sem flutt var í dag áfrýjað til Hæstaréttar fyrir gildistöku breytinganna. Meira »

Úrvinnslu samræmdra prófa lokið

14:47 Menntamálastofnun hefur lokið úrvinnslu samræmdra könnunarprófa sem lögð voru fyrir í haust. Niðurstöðurnar eru þær að yfir landið allt fengu nemendur í fjórða bekk að meðaltali 6,1 í einkunn í íslensku og 6,8 í einkunn í stærðfræði. Í sjöunda bekk fengu nemendur að meðaltali 6,4 í einkunn í íslensku og 5,9 í stærðfræði. Meira »

Hagnaður Landsvirkjunar 9,9 milljarðar

14:46 Rekstrartekjur Landsvirkjunar hækkuðu um 5,7 milljarða króna fyrstu níu mánuði þessa árs borið saman við sama tímabil í fyrra. Voru tekjur fyrirtækisins 44,3 milljarðar á tímabilinu, að því er segir í níu mánaða uppgjöri Landsvirkjunar. Meira »

Lakari eldvarnir hjá ungu fólki

12:57 Fólk á aldrinum 25 til 34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið. Meira »

Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

12:36 „Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu. Meira »

Vara við brennisteinslykt við Sólheimajökul

12:16 Veðurstofa Íslands varar við mikilli brennisteinslykt við Sólheimajökul og Jökulsá á Sólheimasandi. Er fólki ráðlagt að halda sig frá lægðum í landslagi og vera ekki nálægt jökulánni. Meira »

Kálmál til skoðunar hjá MAST

11:49 Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust. Meira »

Tæplega helmingur enn útistandandi

11:42 Verulegur stígandi hefur verið í fjölda veglykla og ónotaðra miða í Hvalfjarðargöngin sem búið er að skila, en afgreiðslustöðum Spalar verður lokað um næstu mánaðamót. „Það er búið að vera þó nokkuð margt fólk að koma og skila,“ segir Anna Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Spalar ehf. Meira »

„Spörkuðu ítrekað í son minn“

11:38 „„Pabbi ...Strákarnir voru að sparka í mig og ég veit ekki af hverju ... Þeir sögðu eitthvað „ginger“ og það hlógu allir a[ð] mér og ég skil ekki af hverju?““ Þannig hefst Facebook-færsla Hákonar Helga Leifssonar en rauðhærður sonur hans varð fyrir aðkasti í gær. Meira »

Vildu ekki stokka upp sætaröðun

11:13 Forsætisnefnd Reykjavíkurborgar hafnaði í síðustu viku tillögu Sönnu Magdalenu Mörtudóttur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að dregið verði í sæti í borgarstjórn. Meira »

Geymd í læstri skjalatösku milli kosninga

11:01 Víða eru gerðabækur geymdar í skjalageymslum eða á skrifstofum sveitarfélaganna milli kosninga. Óvenjulegri geymslustaðir finnast þó. Þannig er kjörstjóri Strandabyggðar með gerðabókina í læstri skjalatösku og í Svalbarðshreppi og Hörgársveit eru þær geymdar í atkvæðakassa hreppsins. Meira »

Leggja frekar til lækkun hámarkshraða

10:26 Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi. Meira »

„Ég upplifi mig sem tannhjól atvinnulífsins“

10:11 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið. Meira »

Jólabjalla setur svip á Bankastræti

08:18 Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni. Meira »

Veggjöld fjármagni vegagerðina

07:57 Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar. Meira »

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

07:37 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming. Meira »

Allt að tíu stiga frost í nótt

06:55 Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni. Meira »
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR í Glæsibær
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
STOFUSKÁPUR
TIL SÖLU NÝLEGUR HVÍTLAKKAÐUR STOFUSKÁPUR MEÐ GLERHILLUM. STÆRÐ: B=78, D=41 H=9...