Tímamótaþing ASÍ í dag

Alþýðusambandsþing eru haldin annað hvert ár. Myndin er frá þinginu …
Alþýðusambandsþing eru haldin annað hvert ár. Myndin er frá þinginu 2016. Eggert Jóhannesson

Tímamótaþing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hefst í dag. Fyrir liggur að um 300 þingfulltrúar úr 48 stéttarfélögum munu kjósa nýja forystumenn ASÍ á föstudag. Þingið mun m.a. ræða tekjuskiptingu og jöfnuð, jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs, tækniþróun og skipulag vinnunnar, heilbrigðisþjónustu og velferðarkerfið og húsnæðismál.

Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur, sem skrifaði sögu ASÍ, segir að ástandið í verkalýðshreyfingunni nú minni að sumu leyti á stöðuna um og eftir miðja 20. öldina. Greinilegt sé að tónninn sé harðari nú en hann hafi verið mörg undanfarin ár. Svo virðist sem andstaðan við ríkjandi öfl sé að taka yfir.

Ágreiningur hefur verið innan Landssambands verslunarmanna (LÍV) um tilnefningar í miðstjórn ASÍ. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði að yfir 90% félagsmanna í LÍV væru í VR. Félagið hefði gefið eftir sæti til landsbyggðarfélaga. Hann átti ekki von á að VR myndi nýta vægi sitt til að fá fleiri miðstjórnarmenn, en tók fram að ekkert væri ákveðið um þetta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert