Neita sök í Skáksambandsmálinu

Sigurður Kristinsson neitar sök í Skáksambandsmálinu.
Sigurður Kristinsson neitar sök í Skáksambandsmálinu. mbl.is/Hari

Tveir hinna ákærðu í Skáksambandsmálinu svokallaða neita sök í málinu. Þeim er gefið að sök að hafa staðið að og tekið þátt í innflutningi á miklu magni fíkniefna frá Spáni ásamt þriðja manninum. Meðal hinna ákærðu sem neita sök er Sigurður Ragnar Kristinsson.

Þriðji maðurinn játaði sök að hluta til við þingfestingu 5. október og kvaðst ekki hafa vitað að um fíkniefni væri að ræða, en Sigurður og annar maður óskuðu báðir eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar. Fréttablaðið greinir frá, en fyrirtaka vegna málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Skáksambandsmálið tengist innflutningi á rúmlega fimm kílóum af amfetamíni sem sent var með pakka í húsnæði Skáksambands Íslands í Fákafeni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert