Útsýnispallur slúti fram yfir brúnina

Stórfenglegt útsýni er af Bolafjalli, ekki síst ef veðrið sýnir …
Stórfenglegt útsýni er af Bolafjalli, ekki síst ef veðrið sýnir sínar bestu hliðar, eins og var þegar ljósmyndarinn var þar á ferð. mbl.is/Árni Sæberg

Útsýnispallur sem slútir fram yfir brún Bolafjalls er á verkefnaskrá bæjarstjórnar Bolungarvíkur. „Það verður alveg einstök upplifun að fara þangað út og horfa yfir Ísafjarðardjúp,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.

Bolafjall er 638 metra hátt fjall beint upp af Bolungarvík. Þar er ratsjárstöð sem Landhelgisgæslan rekur. Þegar stöðin var byggð var lagður þangað ágætur vegur, nokkuð brattur, sem aðeins er opinn yfir hásumarið. „Fjallið hefur mikinn sess í hugum Bolvíkinga,“ segir Jón Páll.

Ferðamannastraumur þangað hefur aukist mikið á síðustu árum. Segir Jón Páll að bærinn hafi hingað til einbeitt kröftum sínum að öryggismálum á fjallinu og gerð göngustíga. Það hafi verið gert með fræðsluskiltum og merkingum.

„Aðgengi að fjallinu er gott yfir sumartímann og við teljum klárlega eftirspurn eftir meiri áfangastað þar. Það er ekki síst vegna þess mikla útsýnis sem er af fjallinu, bæði yfir Ísafjarðardjúp og Bolungarvík,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bolungarvíkurkaupstaður sótti um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til undirbúnings framkvæmda og fékk. Ákveðið var að efna til samkeppni í samvinnu við Verkís og Félag íslenskra landslagsarkitekta. Svæðið var teiknað upp, teknar ljósmyndir og gert þrívíddarlíkan og auglýst eftir hugmyndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »