Staða póstsins rædd á málþingi

Íslandspóstur hefur átt við rekstrarvanda að stríða.
Íslandspóstur hefur átt við rekstrarvanda að stríða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslandspóstur mun í næstu viku ræða breytingar á starfsemi sinni og þær áskoranir sem þeim fylgja á opnu málþingi en Íslandspóstur hefur verið í rekstrarvanda síðustu ár.

„Þetta eru miklir breytingatímar þannig að það eru allir að reyna að laga sig að því,“ segir Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Íslandspósts, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það verður farið yfir þessar breytingar sem eru að eiga sér stað, ekki bara hér heldur í löndunum í kringum okkur. Við fáum kynningu á því hvernig nágrannaþjóðirnar hafa m.a. verið að vinna úr þeim breytingum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert