Fræðsla og forvarnir gegn kynferðisofbeldi

„Sjúk ást“ nefn­dist átak Stíga­móta gegn of­beldi í ung­linga­sam­bönd­um sem …
„Sjúk ást“ nefn­dist átak Stíga­móta gegn of­beldi í ung­linga­sam­bönd­um sem hleypt var af stokk­un­um snemma árs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Markmið okkar er að safna fjármagni fyrir Stígamót sem renna á til fræðslumiðstöðvar innan Stígamóta, en þar er lögð áhersla á fræðslu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi,“ segir Anna Bentína Hermansen, ráðgjafi hjá Stígamótum, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hún í máli sínu til þess að í gær hófst herferð Stígamóta, sem gengur undir heitinu #allirkrakkar. Var herferðinni ýtt úr vör með útgáfu leikinnar auglýsingar sem endurspegla á reynslu brotaþola sem leita til Stígamóta. Sýnir myndbandið þroskasögu tveggja ungmenna og hvernig staðalmyndir hafa alvarleg áhrif á samskipti þeirra. Er myndbandið nú þegar komið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

„Við höfum þá trú að kynferðisofbeldi sé ekki einhvers konar náttúrulögmál og að engum sé eiginlegt að fara yfir mörk annarra,“ segir Anna Bentína í Morgunnblaðinu í dag og bendir á að börn fái ung mjög misvísandi skilaboð, s.s. þegar kemur að kynlífi, sem haft getur skaðleg áhrif á líf þeirra síðarmeir. „Þau fá kannski helst sínar upplýsingar í gegnum klám sem oft er ofbeldisfullt og sýnir ekki rétta mynd af veruleikanum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »