Afvopnunarráðstefna NATO hefst í dag

Rose Gottemoeller, aðstoðarframkvæmdastjóra NATO.
Rose Gottemoeller, aðstoðarframkvæmdastjóra NATO. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árleg ráðstefna Atlantshafsbandalagsins, NATO, um afvopnun, eftirlit og takmörkun á útbreiðslu gereyðingavopna hefst í dag en að þessu sinni fer hún fram hér á landi, í Reykjavík.

Yfir eitt hundrað sérfræðingar og embættismenn víðs vegar að úr heiminum sækja ráðstefnuna en þetta er í 14. sinn sem hún er haldin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fjölmiðlum gefst kostur á að fylgjast með opnun ráðstefnunnar en þar flytja meðal annars ávörp Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Rose Gottemoeller, aðstoðarframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert