„Ég hef ekki neitt að fela“

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er að reyna að átta mig á því hvað er í gangi,“ eru fyrstu viðbrögð Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vegna fréttar um að Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hafi óskað eftir því við for­sæt­is­nefnd Alþing­is að hún rann­saki sér­stak­lega end­ur­greiðslur vegna akst­urs­kostnaðar Ásmund­ar.

„Ég var að heyra þetta rétt áðan,“ segir Ásmundur og bætir því við að hann fagni því að sannleikurinn komi í ljós, þótt honum þyki svona umfjöllun leiðinleg. „Ég hef ekki neitt að fela.

Björn hafði áður sent slíkt er­indi til nefnd­ar­inn­ar en því var vísað frá á þeim for­send­um að eng­inn þingmaður væri til­greind­ur þar. Björn seg­ir á Face­book-síðu sinni að þannig verði að minnsta kosti fram­kvæmd rann­sókn á ein­um þing­manni. 

„Það hlýtur að koma í ljós það sem forseti þingsins hefur sagt að það hafi ekkert verið neitt athugavert við akstursbækur mínar,“ segir Ásmundur.

Í færslu sinni vísar Björn í að fólk sem Ásmundur hafi ekið til fundar hafi haft sam­band við sig og vé­fengt það að um­rædd­ir fund­ir upp­fyltu skil­yrði þess að geta tal­ist end­ur­greiðan­leg­ur starfs­kostnaður.

„Ég veit ekki hvort fólk hefur slíkt samband við hann,“ segir Ásmundur þegar hann er spurður um það. „Ég er auðvitað ekkert að bera það undir fólk hvort ég skrifi í akstursbókina þegar ég hitti það. Það veit enginn neitt um það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert