Klón kostar sex milljónir

Dorrit Moussaieff ásamt forsetahundinum fyrrverandi, Sámi. Þau Ólafur ætla að …
Dorrit Moussaieff ásamt forsetahundinum fyrrverandi, Sámi. Þau Ólafur ætla að láta klóna Sám þegar hann er allur, en hann er nú ellefu ára. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forsetahundurinn fyrrverandi, Sámur, verður að öllum líkindum fyrsti íslenski hundurinn til að verða klónaður en Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, greindi frá því í Morgunkaffinu á Rás 2 að Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, hefði sent sýni úr Sámi til Texas í Bandaríkjunum þar sem hann verður klónaður þegar Sámur er allur.

Það er langt frá því að vera ókeypis að klóna hund. Bandaríska fyrirtækið ViaGen Pets í Texas í Bandaríkjunum býður upp á hundaklónun fyrir um það bil sex milljónir króna og kattaklónun fyrir þrjár milljónir króna.

Arnar Pálsson, prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, segir ferlið kostnaðarsamt og ekki öruggt að það takist. Þá bendir hann á að klónið sé eins og eineggja tvíburi og það sama gildi um klón og eineggja tvíbura að klón af Sámi verður aldrei nákvæmlega eins og Sámur. Hann veit ekki til þess að íslenskt gæludýr hafi verið klónað og verður Sámur því væntanlega fyrstur til að vera klónaður, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert