Réðst nakinn á lögregluna

mbl.is/Eggert

Skömmu eftir miðnætti hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af karlmanni sem hafði reynt að brjótast inn í hús í Kópavogi. Þegar lögreglumenn komu á vettvang réðst maðurinn að þeim og var þá kominn úr öllum fötunum.

Maðurinn var handtekinn grunaður um eignaspjöll, hótanir, ofbeldi gegn opinberum starfsmanni og fleira og vistaður í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um svipað leyti um karlmann í miðborg Reykjavíkur sem væri að berja hús að utan. Maðurinn hafði dottið í gryfju við húsið og komst ekki upp úr henni. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var handtekinn og vistaður í fangageymslum.

Þá kom karlmaður á lögreglustöð og tilkynnti um innbrot í bifreið hans sem hafði staðið á bílastæði við Heiðmörk. Stolið var úr henni vetrardekkjum, fartölvu og fleiru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert