Losun koltvísýrings frá flugsamgöngum eykst mikið

Í einkennandi greinum ferðaþjónustu kemur losun CO2 fyrst og fremst ...
Í einkennandi greinum ferðaþjónustu kemur losun CO2 fyrst og fremst frá flugi, en umsvif íslenskra flugfélaga hafa vaxið mjög ört síðustu sex ár. mbl.is/Styrmir Kári

Samkvæmt losunarbókhaldi fyrir hagkerfi Íslands fór losun koltvísýrings (CO2) frá einkennandi greinum ferðaþjónustu fram úr losun fyrirtækja í framleiðslu málma árið 2016. Losun frá einkennandi greinum ferðaþjónustu hefur ríflega fimmfaldast frá árinu 1995 og nær þrefaldast frá árinu 2012.

Fram kemur á vef Hagstofur Íslands, að losun frá fyrirtækjum í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu 2016 hafi hins vegar verið helmingi lægri en losun frá greininni árið 1995.

Graf/Hagstofa Íslands

Losunarbókhald hagkerfis Íslands (Air Emission Account) gefur aðra birtingarmynd af losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi en sú mynd sem birtist í loftslagskýrslu Umhverfisstofnunar eins og greint var frá í frétt Hagstofunnar 26. október sl.

Þá segir, að losun frá málmvinnslu árið 2016 hafi verið fjórum sinnum meiri en árið 1995. Losun jókst umtalsvert árin 1998 og 2008 í samræmi við fjölgun fyrirtækja í greininni. Losun koltvísýrings frá málmvinnslu kemur nær eingöngu vegna notkunar kolefnis í framleiðsluferlinu sjálfu á meðan lítill hluti er vegna eldsneytisnotkunar.

Losun frá málmvinnslu árið 2016 var fjórum sinnum meiri en ...
Losun frá málmvinnslu árið 2016 var fjórum sinnum meiri en árið 1995. mbl.is/RAX

Bein fylgni á millli aukinnar losunar og fjölgunar farþega

Í einkennandi greinum ferðaþjónustu kemur losun CO2 fyrst og fremst frá flugi, en umsvif íslenskra flugfélaga hafa vaxið mjög ört síðustu sex ár. Í losunarbókhaldinu er ekki gerður greinarmunur á því hvort starfsemin fari fram á Íslandi eða erlendis, eða hvort verið sé að þjónusta ferðamenn, eða fólk búsett á Íslandi.

Losunin hefur beina fylgni við fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll. Frá 2012-2013 jókst fjöldi farþega um Keflavík jafnt og losun, eða 14%. Á árunum 2015-2016 fjölgaði farþegum um Keflavíkurflugvöll nær 35%. Losun frá greininni jókst um 36%. Þessi fylgni er hins vegar að hluta til tilviljun. Nokkur hluti farþega um Keflavíkurflugvöll ferðast með erlendum flugfélögum, sem telstjast ekki með í AEA tölunum. Á sama tíma hafa umsvif íslenskra flugfélaga án viðkomu í Keflavík aukist, að því er Hagstofan greinir frá.

Losunin hefur beina fylgni við fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll
Losunin hefur beina fylgni við fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll mbl.is/​Hari

Þá segir, að losun í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu komi fyrst og fremst vegna olíunoktunar hjá skipum, en einnig sé notkun olíu til suðu og bræðslu í framleiðslu nokkur. Samdráttur í CO2-losun frá þessari grein hafi verið meiri en bein fækkun skipa myndi bendi til. Frá 1999 til 2016 fækkaði skipum um 18% á meðan losun dróst saman um 50%.

Hagstofan segir, að það beri að taka fram að magn CO2 sem sé losað sé ekki það sama og hitunargildi losunar, sem mæld sé í CO2-ígildum. Magn CO2 fari fyrst og fremst eftir magni kolefnis sem oxað sé í koltvísýring með bruna eða annarri aðferð oxunar. CO2-ígildi vegi einnig losun metans og annarra gróðurhúsalofttegunda inn í eitt gildi.

Losun í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu kemur fyrst og fremst vegna ...
Losun í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu kemur fyrst og fremst vegna olíunoktunar hjá skipum. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Losun frá heimilum á einstakling náði hámarki í 2007

Losun frá íslenskum heimilum árið 2016 var 30% hærri en árið 1995, en hefur verið á bilinu 540 til 600 kílótonn CO2 frá 2008. Losun frá heimilum er fyrst og fremst vegna aksturs en einnig er tekið tillit til notkunar eldunargass, hitunarolíu og flugelda. Flug, strætóferðir, sorplosun, notkun rafmagns og jarðvarma telur ekki inn í losun heimila, heldur reiknast á viðeigandi atvinnugreinar.

Losun CO2 frá heimilum á einstakling náði hámarki árið 2007 (1,96 tonn CO2 á einstakling). Árið 2016 var losun heimilanna 1,7 tonn á einstakling, sú losun er sambærileg og frá meðalstórum fjölskyldubíll sem ekið er 8.000 km.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Mun kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Sveinsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...