Ríkið braut ekki á lögmönnunum

Gestur Jónsson og Ragnar Hall.
Gestur Jónsson og Ragnar Hall. mbl.is/Ómar Óskarsson

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur hafnað því að íslenska ríkið hafi brotið á lögmönnunum Gesti Jónssyni og Ragnari Hall þegar þeim var gert að greiða eina milljón króna hvorum í sekt fyrir að segja sig frá málsvörn í Al Thani-málinu í apríl 2013. Einum lið málsins var vísað frá dómi, það er að lögmennirnir hafi aðeins fengið að verjast fyrir einum dómstóli.

Þeir Gestur og Ragnar voru skipaðir verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í málinu en áður en aðalmeðferð málsins átti að fara fram rituðu þeir héraðsdómara bréf þar sem þeir lýstu því yfir að þeir myndu ekki sinna frekari verjendastörfum í málinu þar sem þeir teldu að brotið hefði verið gegn rétti skjólstæðinga þeirra til réttlátrar málsmeðferðar. Óskuðu þeir eftir því að vera þegar í stað leystir undan starfanum, en þeirri beiðni synjaði héraðsdómari.

Er aðalmeðferð átti að fara fram mættu Gestur og Ragnar ekki til þinghalds og voru þeir því leystir frá verjendastörfum í málinu og skjólstæðingum þeirra skipaðir nýir verjendur. Að auki var aðalmeðferð málsins frestað ótiltekið. Voru þeir dæmdir til þess að greiða eina milljón hvor í sekt sem fyrr segir. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem staðfesti ákvörðun héraðsdóms.

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert