Tekjulágir hafa setið eftir

Ólafur Heiðar Helgason.
Ólafur Heiðar Helgason. Ljósmynd/Íbúðalánasjóður

Húsnæði er grunnþörf og stærsta eign almennings. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinn kemur meðal annars fram að öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu, sé ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags. Þetta kom fram í máli Ólafs Heiðars Helgason, hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði, á Húsnæðisþingi.

 „Er auðvelt að uppfylla þessi stóru fyrirheit eða er húsnæðismarkaðurinn eins og olíuskip; þar sem það tekur langan tíma að skipta um stefnu?“ spurði Ólafur.

Íbúðaverð hefur rokið upp

Hann sagði að það tæki langan tíma að byggja húsnæði og það tæki langan tíma að undirbúa byggingu. Það hefði tekið langan tíma að breyta um stefnu á húsnæðismarkaði. Ólafur benti á að fólksfjölgun hefði verið mikil undanfarin ár, 7% á árunum 2014-2017,og það ásamt lítilli uppbyggingu hefði skapað skort á íbúðum.

Einnig hefur íbúðaverð hækkað gríðarlega síðustu ár en það hefur hækkað 28% umfram ráðstöfunartekjur frá árinu 2012. Ólafur sagði að ástandið hefði verið verst árið 2016, þar sem fólk bauð oft hátt yfir ásettu verði án þess að hafa séð íbúðir. Ástandið hefði róast en verð væri þó enn hátt.

Ólafur benti á að á sama tímabili, frá 2012-2018, hefðu tekjulágir setið eftir á íbúðamarkaði. Tekjuháir ættu jafnmargar íbúðir núna og fyrir sex árum. Hins vegar ættu einungis 40% í tekjulægsta hópnum fasteign núna, en voru 60% fyrir sex árum.

Fjárhagslegt bakland skiptir máli

Hagfræðingurinn sagði að fjárhagslegt bakland ættingja og vina skipti miklu máli til að komast inn á íbúðamarkað. „Eldri kynslóðir segja að það hafi alltaf verið erfitt að komast inn á íbúðamarkað og þetta sé hálfgert væl í unga fólkinu,“ sagði Ólafur og bætti við að þetta væri einfaldlega ekki réttt. Samkvæmt hans gögnum hafa rétt tæp 60% fengið aðstoð við kaup á fyrstu fasteign frá árinu 2010. Á árunum 2000-2009 voru þau rúmlega 40% og áður færri.

Ólafur sagði að þrátt fyrir mikla uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár væri hún samt minni en það sem nemur uppbyggingarþörf. Samkvæmt Íbúðalánasjóði þarf að fjölga íbúðum um 2200 á ári til ársins 2040 til að mæta þörf. Við höfum verið undir því undanfarin ár og því hefði myndast skortur.

Ólafur benti að lokum á dýrar og stórar nýjar fasteignir með því að skoða nýbyggingar á fasteignavef mbl.is sem kosta minna en 30 milljónir. Þar fann hann eina íbúð á Rúv-reitnum sem kostar 28,5 milljónir. „Það er reyndar 35 fermetra stúdíóíbúð. Þetta sýnir kannski ástandið á fasteignamarkaðnum.“

mbl.is

Innlent »

Siglfirðingur vann 40 milljónir

13:57 Heppinn Siglfirðingur vann tæplega 40 milljónir skattfrjálst í lottói fyrir tveimur helgum síðan, en hann keypti miðann í verslun Olís á Siglufirði. Tilviljun réði því að miðinn var keyptur samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá, en kaupandinn var að fá sér að borða þegar hann tók eftir að potturinn stefndi í áðurnefnda upphæð og hann ákvað að kaupa miðann. Meira »

Ísland dýrasti áfangastaður Evrópu

13:51 Ferðamenn sem koma til Íslands greiða tæplega tvöfalt hærra verð fyrir vörur og þjónustu en að meðaltali innan Evrópusambandsins. Ísland er um þessar mundir dýrasta land Evrópu og að öllum líkindum einn dýrasti áfangastaður heims fyrir ferðamenn. Meira »

Styttist í aðkomu fjárfesta

13:32 Hjólin eru farin að snúast enn frekar hjá Hreiðari Hermannssyni, hótelstjóra Stracta Hotels, sem vinnur að því hörðum höndum að stofna nýtt lággjaldaflugfélag. Hann á von á því að geta farið að bjóða fjárfestum að borðinu strax í næstu viku. Meira »

Ópal undir tíðu eftirliti MAST

12:18 Matvælastofnun hefur fylgst grannt með framleiðslu hjá Ópali sjávarfangi síðan í ljós kom að afurðir frá fyrirtækinu væru listeríusmitaðar og gera má ráð fyrir að fyrirtækið falli um framleiðsluflokk. Meira »

Enginn neyðist til að sofa úti

11:59 Það er forgangsmál hjá Reykjavíkurborg að leysa húsnæðisvanda þeirra sem eru án heimilis í Reykjavík. Að enginn neyðist til að sofa úti nema viðkomandi óski þess sjálfur, segir Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs. 38% þeirra sem komu á Vog árið 2017 höfðu ekki húsnæði til umráða. Meira »

Stakk gat á hjólbarða bifreiða

11:34 Maður var handtekinn í Reykjavík í morgun grunaður um að hafa stungið gat á hjólbarða á bifreiðum, en tilkynnt var um manninn á sjöunda tímanum í morgun. Hann var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangageymslu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Tíðindalítið úr þrotabúi WOW

11:27 Þrátt fyrir fjölda fyrirspurna til skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup á eignum úr þrotabúinu er lítil hreyfing á slíkum viðskiptum. Meira »

Ætla að reyna til þrautar

10:30 „Það er búið að skipuleggja fundi út daginn og eftir atvikum um helgina ef þörf krefur,“ segir Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Rafiðnaðarsam­bands Íslands og talsmaður iðnaðarmanna í kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, við mbl.is. Meira »

Til skoðunar að áfrýja

10:20 Forráðamenn Suns­hine Press Producti­ons (SSP) og Datacell, rekstr­ar­fé­lagi Wiki­leaks, eru með það til skoðunar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi þeim 1,2 milljarða króna í bætur frá Valitor. Um er að ræða töluvert lægri bætur en tjónið var metið vera. Meira »

Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana

07:57 Í drögum að tillögu að breyttu aðalskipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja uppbyggingu farþegagrunns Borgarlínu. Meira »

Stefndi að Skeifunni frá því hann kom í skólann

07:37 „Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna. Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“ segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamannahreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Meira »

Norðanhret í vændum

07:20 Um miðja næstu viku er spáð norðanhreti og ljóst að það mun kólna talsvert frá því sem nú er. Segir veðurfræðingur að komandi maímánuður virðist engin undantekning frá því sem oft er - að það leggi í norðankulda í mánuðinum. Meira »

Hundruð í sóttkví

07:10 Hundruð nemenda og starfsmanna við tvo háskóla í Kaliforníu hafa verið settir í sóttkví vegna mislingafaraldurs sem þar geisar. Það sem af er ári hafa 695 smitast af mislingum í Bandaríkjunum og á heimsvísu hefur mislingatilvikum fjölgað um 300% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Meira »

Grunaður um brot á nálgunarbanni

06:42 Maður í annarlegu ástandi var handtekinn síðdegis í gær þar sem hann var í óleyfi í stigagangi fjölbýlishúss í hverfi 111. Maðurinn er grunaður um brot á nálgunarbanni og var hann vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Íslensk sulta í toppbaráttunni

05:30 Íslenski framleiðandinn Good Good náði á topp vinsældalista yfir mest seldu sulturnar hjá bandarísku vefversluninni Amazon nýverið. Meira »

Aukin aðsókn í Frú Ragnheiði

05:30 Heimsóknum til Frú Ragnheiðar, skaðaminnkandi úrræðis Rauða krossins fyrir fólk sem notar vímuefni í æð, fjölgaði um 38% á milli áranna 2017 og 2018. Heimsóknirnar voru 3.854 en einstaklingarnir að baki þeim 455. Meira »

Fundað um framkvæmd aðgerða

05:30 Unnið er í Stjórnarráðinu að undirbúningi þess að hrinda í framkvæmd 45 atriðum sem fram komu í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við samninga á almennum vinnumarkaði. Forsætisráðherra hefur boðað til fundar hagsmunaaðila um miðjan maí til að fara yfir stöðu mála og ræða framkvæmdina. Meira »

Nýliðinn vetur var afar hlýr

05:30 Nýliðinn vetur telst vera afar hlýr, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur í samantekt. Meðalhiti í Reykjavík var 2,4 stig, um 1,4 stigum ofan meðallags vetra síðustu 70 ára og 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu vetra. Hitavik eru svipuð á Akureyri. Meira »

Vara við notkun hættulegra leysihanska

05:30 Geislavarnir ríkisins vara við notkun á svokölluðum leysihönskum á vefsíðu sinni. Um er að ræða hanska sem útbúnir eru öflugum leysibendum sem geta valdið augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi á gljáandi fleti. Meira »
Bókhald
Bókari með reynslu úr bankageiranum og vinnu á bókhaldsstofu, getur tekið að sér...
Íbúð til leigu.
4ra herb með bílskúr og sér bílastæði til leigu að Arahólum., 111 Rvík. Laus 1...
Verktaki á sendibíl í öll verkefni
Hringið og fáið TILBOÐ...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...