Um 60 tegundir af jólabjór verða á boðstólum

Úrvalið af bjór verður nóg um jólin.
Úrvalið af bjór verður nóg um jólin. AFP

Sala á jólabjór og öðrum jólavörum hefst í Vínbúðunum fimmtudaginn 15. nóvember.

Áætlað er að í sölu verði um og yfir 60 tegundir af jólabjór að þessu sinni auk annarra jólavara, s.s. jóla-ákavítis, jóla-síders, glöggs og fleira.

„Töluvert er beðið eftir jólabjórnum á hverju ári og vangaveltur eru um úrvalið hverju sinni,“ segir á heimasíðu Vínbúðanna. Í nafnalista yfir bjórtegundir sem verða á boðstólum kennir ýmissa grasa. Þar má sjá nöfn eins og Blessaður, Fagnaðarerindið, Flibbahnappur, Okkara Jól og Heims um bjór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert