Auka styrki eða draga úr þjónustu

Á Íslandspóst hafa verið lagðar miklar skyldur en minnkandi tekjur …
Á Íslandspóst hafa verið lagðar miklar skyldur en minnkandi tekjur gera fyrirtækinu erfitt að rísa undir þeim. Tap á rekstri nam rúmlega 161 milljón kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum með þessu málþingi að kalla fleiri til ábyrgðar á því að finna lausnir á vanda póstþjónustunnar hér landi,“ segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts hf., um opinn fund um póstþjónustu sem haldinn var í Hörpu í gær.

Þar fjölluðu sérfræðingar um breytingar í póstþjónustu og leiðir til að tryggja framtíð hennar hér landi. Ingimundur segir að miklu skipti að þeir sem hafi með málefni póstþjónustunnar að gera átti sig á stöðunni og þróuninni.

„Hjá Íslandspósti erum við að sinna skyldum samkvæmt alþjóðasamningum og samkvæmt íslenskum lögum. Við erum að sinna ákveðinni grunnþjónustu. Það hefur legið fyrir lengi, og við verðum áþreifanlega vör við það núna þegar ríkið er að hætta að senda bréfapóst, að tekjugrunnurinn undir þetta kerfi er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Ingimundur í Morgunblaðinun í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert