Dagur gerir ekki ráð fyrir að segja af sér

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir stöðugar kröfur um afsögn vera …
Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir stöðugar kröfur um afsögn vera nýjan tón í borgarpólitíkinni. mbl.is/Arnþór

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri gerir ekki ráð fyrir að hann muni segja af sér vegna bragga­máls­ins svo­kall­aða. Þetta er meðal þess sem fram kom í viðtali Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, við borgarstjóra í þættinum 21 á Hringbraut í kvöld.

Sagði Dagur kröfuna um að hann axli ábyrgð vegna málsins með því að segja af sér fyrst og fremst koma úr einni átt. Á end­anum sé það þó ekki bara hans að svara þeirri spurn­ingu. „Þetta er mál­flutn­ingur sem Morg­un­blaðs­armur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur haldið á lofti, ekki bara í þessu máli heldur hefur þetta verið nefnt óvenju­oft í tengslum við ýmis­leg­t,“ sagði Dagur í þættinum.

Þá kvað hann stöðugar kröfur um afsögn vera nýjan tón í borgarpólitíkinni. „Að hvað sem aflaga fer þá eigi borg­ar­stjóri að fara frá. Þetta mál er nú hjá innri end­ur­skoð­un. Við erum að fara yfir það,“ sagði Dagur. „Ég kveinka mér ekk­ert undan því að mín ábyrgð eða ann­arra verði rædd þegar nið­ur­stöð­urnar liggja fyr­ir, en mér finnst þetta dæmi um mál sem eru mik­il­væg, alvar­leg, fara svo­lítið fljótt ofan í póli­tískar skot­grafir áður en að öll kurl eru komin til graf­ar.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert