Eina svarið er að hætta viðskiptum við bankann

Frá Hofsósi.
Frá Hofsósi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Eina svarið sem við eigum við þessu er að taka út það sem við eigum í Arion banka og flytja í aðra peningastofnun. Ef við eigum að fara að keyra til Sauðárkróks til að taka út peninga skiptir ekki máli í hvorn bankann við förum,“ segir Einar Einarsson, fyrrverandi vinnuvélastjóri á Grund á Hofsósi. Margir íbúar þar og viðskiptavinir Arion banka eru óánægðir með þá ákvörðun bankans að fjarlægja eina hraðbankann á Hofsósi.

„Okkur finnst það afleitt að missa hraðbankann. Við lítum á hann sem sjálfsagða þjónustu og ákveðin mannréttindi. Ef hann fer þurfum við að aka 80 kílómetra til þess kannski að taka út fimmþúsundkall,“ segir Einar.

Leysa út lyf án posa

Hann nefnir sem dæmi að margir eldri borgarar þurfi að leysa út lyfin hjá heilsugæslunni með peningum því að ekki sé posi þar frá apótekinu á Sauðárkróki sem sendir lyfin. Þá greiði margir allt sem þeir kaupa í verslunum með peningum. „Þeir verða sennilega að láta keyra sig til Sauðárkróks og taka þá meira út en þeir þurfa á að halda dagsdaglega,“ segir Einar. Hann bætir því við að margir ferðamenn eigi þarna leið um á sumrin og þurfi peninga til að kaupa vörur og þjónustu.

Of lítil notkun

Búnaðarbankinn var með útibú á Hofsósi og síðan Kaupþing eftir sameininguna en því var lokað í árslok 2009. Síðar var hraðbanka komið upp og hann hefur verið þar síðan, þó ekki alveg stöðugt. Hann hefur verið í anddyri útibús verslunar KS síðustu árin.

Stjórnendur Arion banka hafa nú ákveðið að fjarlægja hraðbankann. Ekki var búið að því í gær, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins.

Samkvæmt upplýsingum Haraldar Guðna Eiðssonar, uppýsingafulltrúa Arion banka, er bankinn stöðugt að skoða hvar sé best og hagkvæmast að hafa hraðbanka. Töluverður kostnaður fylgi rekstri hvers hraðbanka. Á Hofsósi hafi notkunin verið svo lítil að því miður hafi ekki borið sig að hafa hraðbanka þar.

Spurður um vandræði viðskiptavina, sérstaklega eldra fólks sem vant er að nota peninga í viðskiptum, segir Haraldur að bankinn bjóði upp á fjölbreyttar þjónustuleiðir og sé með nokkuð umfangsmikla starfsemi á Norðurlandi, m.a. á Sauðárkróki og Siglufirði. „Það eru alltaf erfiðar ákvarðanir að taka þegar verið er að draga úr þjónustu með þessum hætti, en við leggjum hins vegar ríka áherslu á þær fjölbreyttu og þægilegu þjónustuleiðir sem standa viðskiptavinum okkar til boða, hvort sem það eru greiðslukort eða appið og netbankinn,“ segir Haraldur Guðni.

Nauðsynlegur fyrir fólkið

Einar Einarsson telur það haldlítil rök sem hann heyrir frá Arion banka, að dýrt sé að reka hraðbankann. Hann sé engu að síður nauðsynlegur fyrir fólkið og einhver hraðbanki þurfi að vera minnst notaður í landinu. Ekki geti verið mikill kostnaður við að reka bankann. Hann segir að ákvörðun um að taka hraðbankann sé í andstöðu við útibússtjóra Arion banka á Sauðárkróki en hann hafi lengi reynt að halda þessari þjónustu.

Sveitarfélagið óskar eftir fundi

Á fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í gær var samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Arion banka til að ræða starfsemi bankans í Skagafirði.

„Byggðarráð harmar þá ákvörðun Arion-banka að fjarlægja hraðbanka frá Hofsósi enda gegnir hann mikilvægu hlutverki fyrir íbúa og gesti svæðisins, ekki síst eldra fólk, og er eini hraðbankinn í austanverðum í Skagafirði," segir í bókun byggðaráðs frá í gær.

Innlent »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk..205/55R16.. Verð kr 12000..Sími 8986048......