Frjálst flæði matvæla ekki sjálfgefið

Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórna- og samgönguráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórna- og samgönguráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við búum við þá sérstöðu umfram önnur lönd að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.“

Þetta segir Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórna- og samgönguráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda, á Facebook-síðu sinni í dag og vísar þar í aðsenda grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir Norðurlöndin hafa sett matvælaöryggi á dagskrá. Vísar hann þar til umræðu um þá niðurstöðu dómstóla að íslensk lög sem bannað hafa innflutning á fersku kjöti stangist á við EES-samninginn.

„Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur,“ segir Sigurður Ingi ennfremur. Þrátt fyrir framþróun á nýjum sýklalyfjum hafi áhyggjur vísindafólks víða um heim farið vaxandi síðastliðin ár vegna aukins sýklalyfjaónæmis sem sé ógn sem taka verði alvarlega.

„Það skiptir máli hvernig vara er framleidd og hvað þú býður þér og börnum þínum að borða. Þar erum við á Norðurlöndum sammála og að mestu samstíga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert