Rússíbani fyrir viðkvæma rithöfundarsál

Mette-Marit krónprinsessa Noregs afhendir Auði Övu verðlaunagripinn í Ósló í ...
Mette-Marit krónprinsessa Noregs afhendir Auði Övu verðlaunagripinn í Ósló í gærkvöldi. Johann­es Jans­son/norden

Auður Ava Ólafsdóttir hlaut í gær Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir bókina Ör, sem kom út hér á landi fyrir um tveimur árum síðan, en er nýlega komin út í norrænum þýðingum. Hún segir að það verði fínt að koma heim í hversdagsleikann síðar í dag, enda hafi nokkuð tilstand og álag fylgt verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Ósló í gærkvöldi.

„Þetta er talsverður rússíbaní fyrir svona viðkvæmar sálir eins og okkar rithöfunda, við erum ekkert voðalega sviðsvæn eða sjónvarpsvæn,“ segir Auður Ava við blaðamann, símleiðis frá Gardermoen-flugvelli í Ósló.

„Ég er voða ánægð, ekki síst vegna útgefenda minna á Norðurlöndum,  af því að þetta er basl og þetta eru lítil forlög. Ég er enginn „best seller“ – þannig – en þetta hjálpar þeim kannski örlítið,“ segir Auður Ava.

Verðlaun Norðurlandaráðs eru Auði Övu einnig hvatning inn í sitt nýja líf sem atvinnurithöfundur, en hún lét af störfum sem lektor í listfræði við Háskóla Íslands í byrjun sumars og hyggst nú einbeita sér að fullu að ritstörfum.

Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

Í ræðu sinni í gærkvöldi þakkaði Auður þýðendum bóka sinna sérstaklega fyrir að taka þátt í því að byggja brýr á milli fólks með hjálp tungumálsins.

„Eitt af svona því besta og óvæntasta við að vera höfundur sem þýddur er á útlensku er að hafa fengið að kynnast þessu frábæra fólki sem þýðendur eru og mér fannst bara rétt að minna á það, að þeir eru að skrifa bækurnar okkar á sínu tungumáli. Þetta eru illa launuð störf að vera þýðandi, en auðvitað mjög mikilvæg og sérstaklega fyrir svona fámennistungumál eins og okkar,“ segir Auður Ava.

Kvöld nýlendanna í Ósló

Vestnorrænu þjóðirnar voru sigursælar á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í gærkvöldi og fór það svo að þrjár fjölmennustu þjóðirnar, Danir, Svíar og Finnar héldu heim án þess að fá nokkur verðlaun á meðan að Íslendingar taka tvö með sér heim í dag og Færeyingar, Norðmenn og Grænlendingar ein.

 „Þetta var jaðarinn, gömlu nýlendurnar eða núverandi,“ segir Auður, augljóslega sátt með yfir ríkulega uppskeru smærri þjóðanna á þessum samnorræna vettvangi.

Auður Ava í Ósló í gærkvöldi.
Auður Ava í Ósló í gærkvöldi. Johann­es Jans­son/norden

Hún hefur kynnst rithöfundahópnum sem var tilnefndur ásamt henni og segir hann góðan. „Við höfum kynnst á síðustu mánuðum, lesið upp saman og þetta eru ofboðslega flottir höfundar og hefðu í rauninni verið margir kallaðir,“ segir Auður Ava og bætir við að öll eigi þau það sameiginlegt, eðli málsins samkvæmt, að vera tilnefnd til verðlauna mun oftar en þau vinni.

„Við höfum miklu oftar ekki fengið neitt. Maður er vanari að vera í því og þá er maður oftast bara heima í náttfötunum að horfa á Barnaby og borða poppkorn.“

Ör og Ungfrú Ísland

Skáldsagan Ör kom út árið 2016 hér á landi og á þessu ári í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin á útgáfuárinu og enn er verið að þýða hana yfir á ýmis tungumál og segir Auður að hún telji þau vera um tíu í heildina. Bókin kom til dæmis út á ítölsku í vor og var tilnefnd til virtustu bókmenntaverðlaunanna þar í landi á þessu ári.

Nú er Auður Ava þó farin að hugsa um útgáfu næstu bókar sinnar, sem áætluð er í lok næstu viku. Sú bók ber heitið Ungfrú Ísland og fyrsti opinberi upplestur bókarinnar verður í fjósi í Dölunum, nánar tiltekið fyrir framan 140 nautgripi í Rjómabúinu á Erpsstöðum í Dalasýslu.

Það er í grennd við heimaslóðir aðalsöguhetjunnar, ungrar skáldkonu úr Dölunum, sem boðið er að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland árið 1963.

„Ég er að fjalla um þá tíma þegar karlmenn fæðast skáld og konum er boðið að vera Ungfrú Ísland,“ segir Auður Ava Ólafsdóttir, handhafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Í beinni: Er gætt að geðheilbrigði?

13:48 Öryrkjabandalag Íslands heldur í dag málþing þar sem farið er yfir stöðuna á stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem nú er á miðju tímabili. Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu. Meira »

Fresti sjóböðum og fjöruferðum

13:16 Vegna viðhalds á dælustöð við Arnarnesvog á morgun, þar sem sett verður á yfirfall á meðan, er ekki mælst til þess að fólk stundi sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog fram yfir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðbæ. Meira »

Sagt upp vegna frammistöðuvanda

13:15 Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar, var sagt upp vegna frammistöðuvanda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. Meira »

Hnífstungurannsókn á lokametrunum

13:02 Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hnífaárás við útibú Arion banka á Geislagötu á Akureyri er á lokastigum. Skýrslutökum er lokið en beðið er eftir niðurstöðum úr sýnarannsóknum. Þetta staðfestir rannsóknarlögreglan á Akureyri. Meira »

Furðar sig á kæru Landverndar

13:02 Erfitt er að skilja markmið Landverndar með kæru samtakanna til ESA, sem varðar samþykki Alþingis til að veita sjávarútvegsráðherra heimild til framlengingar fiskeldisleyfa. Þetta segir Sigurður Pétursson, stofnandi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í opnu bréfi til framkvæmdastjóra Landverndar. Meira »

Barn beindi geisla að umferðinni

12:27 Sterkum grænum geisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom að sögn lögreglu. Meira »

Kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða

12:02 Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð. Meira »

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju

11:58 Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar. Meira »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alina...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...