Skóhorn teygð í borgarlínudans

Þessi forvitnilega fyrirsögn á sér rætur í viðburði á Vitatorgi í dag þar sem borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar tóku við skóhornum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu sem eru með takka sem nýtist við að prufa rafhlöður í reykskynjurum. Engum var hleypt út fyrr en eftir að hafa stigið línudans. Svokallaðan borgarlínudans. 

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar og formaður velferðaráðs borgarinnar, og Örn Þórðarson sjálfstæðismaður neyddust því að taka sporið eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði.

Það var Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, sem afhenti fyrstu skóhornin. Þau fá allir eldri borgara sem nýta sér heimaþjónustu borgarinnar. Tilgangurinn er að halda reykskynjurunum í lagi en einnig til að draga úr slysum sem Jón Viðar segir að hafi verið of tíð þegar fólk hafi stigið upp á borð og stóla til að teygja sig í reykskynjara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert