Gríðarleg fækkun bréfasendinga

Bréfasendingum hefur stórfækkað.
Bréfasendingum hefur stórfækkað. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bréfamagn það sem fer um hendur Íslandspósts á grundvelli einkaréttar fyrirtækisins hefur dregist mun meira saman en fyrirtækið gerði ráð fyrir í áætlunum sínum fyrir árið. Þær gerðu ráð fyrir 7% samdrætti.

Það sem af er ári hefur samdrátturinn hins vegar numið 14%. Þá benda nýjar tölur til að í september og október nemi samdrátturinn, miðað við sama tímabil í fyrra, yfir 20%.

Fyrirtækið segir samdráttinn meginorsök fyrir rekstrarvanda þess en í september síðastliðnum tilkynnti fjármála- og efnahagsráðuneytið að ákveðið hefði verið að veita fyrirtækinu 500 milljóna króna lán til 12 mánaða vegna lausafjárvanda þess.

Á sama tíma og rekstrarvandi Íslandspósts virðist aukast stendur fyrirtækið í fjárfestingu upp á 700 milljónir króna við nýja viðbyggingu á Stórhöfða 21, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert