Húsið færi allt undir jökulflóð

Hofsnes. „Hér gæti vatnið náð allt að 11 metra dýpi,“ …
Hofsnes. „Hér gæti vatnið náð allt að 11 metra dýpi,“ segir Aron Einarsson. mbl.is/RAX

„Það fer eftir því hvernig gos verður í jöklinum og þá hvaða leið vatnið kemur niður, en hér gæti vatnið náð allt að 11 metra dýpi,“ segir Aron Einarsson frá Hofsnesi í Öræfum. Vísar hann til þess að eitt stærsta eldfjall Íslands, Öræfajökull, hefur frá áramótum 2016-2017 þanist út.

Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi. Komi til goss má vænta hlaupa og er hús Arons og fjölskyldu hans á svæði sem skilgreint er sem „ótryggur staður“.

„Allir elstu bæirnir, þ.e. Hnappavellir, Hof og Svínafell, eru rétt utan flóðasvæðisins. Það er hins vegar ekki pláss fyrir alla uppi í hlíðunum og því er ég til að mynda ekki á mjög góðum stað hér ef það kemur flóð,“ segir Aron í samtali við Morgunblaðið.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, þörf á að taka merki eldstöðvarinnar alvarlega. „Við vitum ekki til þess að svona skjálftar hafi fundist áður og það segir okkur að þetta ástand er mjög óvenjulegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert