Norðurlöndin innleiði jafnlaunavottun

Þó að Norðurlöndin séu komin langt á sviði jafnréttismála þá …
Þó að Norðurlöndin séu komin langt á sviði jafnréttismála þá er vinnumarkaðurinn samt sem áður kynskiptur. Norden.org

Þing Norðurlandaráðs samþykkti í dag tillögu þess efnis að því yrði beint til ríkisstjórna norrænu landanna að unnið yrði að jafnlaunavottun að íslenskri fyrirmynd, en tillagan var lögð fram af fulltrúum úr flokkahópi jafnarðarmanna í Norðurlandaráði.

Samstaða ríkti á þinginu um tillöguna, að því er segir í tilkynningu frá Norrænu samstarfi, og er markmiðið að vottunin uppræti launabilið á milli karla og kvenna.

Tillagan felur einnig í sér að Norðurlöndin vinni að jafnrétti milli karla og kvenna með tilliti til fullra starfa og hlutastarfa, en tölur úr skýrslu OECD sýna að hefðu konur tækifæri til að vinna eins mikið og karlar hæti verg þjóðarframleiðsla aukist um 15 til 30 prósent.

„Þó að Norðurlöndin séu komin langt á sviði jafnréttismála þá er vinnumarkaðurinn samt sem áður kynskiptur með mörgum hlutastörfum og launamun milli kvenna og karla. Norðurlöndin verða að takast á við þetta með því að miðla reynslu sín á milli og virkja nýjar aðferðir. Jafnlaunavottun gott dæmi um að þetta sé gert,“ segir Bente Stein Mathiesen, formaður velferðarnefndar Norðurlandaráðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert