Plataði frúna til að sækja 16 milljónir

Það var mikil gleði í húsakynnum Íslenskrar getspár í vikunni.
Það var mikil gleði í húsakynnum Íslenskrar getspár í vikunni.

Vinningshafinn sem vann tæpar 16 millj­ón­ir í lottó um síðastliðna helgi sótti vinning sinn á skrif­stof­u Íslenskr­ar get­spár í vik­unni. Um var að ræða 7 talna kerfismiða sem maðurinn var með í áskrift og innhélt miðinn afmælisdaga og afmælismánuði fjölskyldumeðlima.

Hann sá tölurnar strax á sunnudaginn en ákvað að halda vinningnum leyndum fyrir konunni sinni þar til hann yrði búinn að fá þetta staðfest, þó það hafi vissulega verið erfitt, að segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Daginn eftir fékk maðurinn konuna með sér til Getspár en hún hafði ekki hugmynd um erindi þeirra þangað. Hann hafði talið henni í trú um að það væri smá vinningur á miðanum og að hann þyrfti að fá nánari útskýringu á kerfisseðlinum.

Starfsfólk Getspár fékk því að taka þátt í að segja henni fréttirnar, sem að vonum kölluðu fram faðmlög, gleði tár og það ekki aðeins hjá vinningshöfunum. Frúin var því í raun plötuð til að taka á móti vinningi upp á tæpar 16 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert