Rafbílavæðing hagkvæm fyrir neytendur og ríki

Rafbíll í hleðslu. Til lengri tíma litið er rafbílavæðing hagkvæm ...
Rafbíll í hleðslu. Til lengri tíma litið er rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðina, til viðbótar við þann umtalsverða árangur sem hún skilar í samdrætti á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Mynd úr safni. AFP

Til lengri tíma litið er rafbílavæðing hagkvæm fyrir þjóðina, til viðbótar við þann umtalsverða árangur sem hún skilar í samdrætti á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru niðurstöður greiningar sem unnin var af Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík á vegum Samorku, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Orkuseturs, Íslenskrar nýorku og Grænu orkunnar og sem kynnt var nú í morgun.

Þá hefur rafbílavæðing að sögn skýrsluhöfunda einnig önnur jákvæð óbein áhrif sem snerta þjóðarhag, svo sem minni loftmengun og aukið orkuöryggi. Eru þau áhrif sögð verða jákvæðari eftir því sem rafbílavæðingin verður dýpri.

„Þegar þessir þættir eru teknir til greina eru áhrif rafbílavæðingar ótvírætt þjóðhagslega jákvæð,“ segir í skýrslunni.

Rafbílavæðing nauðsynleg en dugar ekki ein og sér

Ólíklegt er hins vegar, að mati skýrsluhöfunda, að rafbílavæðing ein og sér muni leiða til þess að markmiðum Parísarsamkomulagsins  um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum verði náð fyrir árið 2030, þó að rafbílavæðingin sé nauðsynlegur þáttur í þeirri vegferð.

Þau áhrif sem rafbílavæðingin mun hafa á afkomu ríkissjóðs eru háð þeim leiðum og stjórntækjum sem beitt verður til að hafa áhrif á orkuskipti í samgöngum. Segja skýrsluhöfundar rafbílavæðingunni þó muni fylgja kostnaður til skemmri tíma, en stýra megi því hvar hann lendi „með réttri notkun á stjórntækjum“.

Sú greining sem fjallað er um í skýrslunni  byggir á tveimur líkönum. Annars vegar á þjóðhagslíkani og hins vegar á líkani af íslenska orkukerfinu sem byggir á aðferðafræði kvikra kerfislíkana (e. system dynamics). Sviðsmyndirnar sem notaðar eru í greiningunni eru svo annars vegar óbreytt ástand, sem miðast við að núgildandi reglur um gjöld á ökutæki og eldsneyti séu óbreyttar til ársins 2050, og hins vegar sviðsmynd sem byggir á skýrslu starfshóps um skatta á ökutæki og eldsneyti fyrir árin 2020-2025. Þá eru einnig skoðaðar sviðsmyndir þar sem annars vegar er bætt við ívilnunum fyrir hreina rafbíla og hins vegar þar sem bann við nýskráningu bíla sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti tekur gildi árið 2030.

Jákvætt fyrir ríkið og neytendur

Gefa niðurstöður þessara sviðsmynda til kynna að heildaráhrif rafbílavæðingar séu jákvæð með tilliti til þjóðhagslegra stærða og fjárhagslegra hagsmuna neytenda.

Sú sviðsmynd  sem styður best við þau markmið að draga hratt úr útblæstri með hlutfallslega litlum kostnaði fyrir ríkissjóð og bílaeigendur eru svonefndar „Tillögur með viðbót“, en  þar er gert ráð fyrir varanlegri virðisaukaskattsívilnun á hreinum rafmagnsbifreiðum. Árangurinn í samdrætti af þeirri sviðsmynd er hins vegar mun lakari, en í þeirri sviðsmynd þar sem bann er sett.

Samkvæmt sviðsmyndinni sem gerir ráð fyrir banni næst mikill árangur eftir árið 2030 þegar bann við sölu bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti tekur gildi og „við lok ársins 2050 er fjöldi rafmagnsbifreiða sambærilegur við sviðsmyndina „Tillögur með viðbót“, og útblástur hefur einnig dregist álíka mikið saman. Hins vegar er útblástur árið 2030 verulega meiri í sviðsmyndinni „Tillögur með banni“ heldur en í „Tillögur með viðbót“, og uppsafnaður heildarútblástur er einnig umtalsvert meiri,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar.

Ívilnunum og banni verði blandað saman

Af þessu segja skýrsluhöfundar að draga megi þá ályktun að bannið sé sterk aðgerð sem hafi jákvæð áhrif. Þörf sé þó á öðrum áhrifaríkum aðgerðum þar til það taki gildi, þar sem 12 ára tímabilið frá 2018 til 2030 skipti miklu máli.

Því geti verið áhugavert að skoða fleiri sviðsmyndir þar sem ívilnunum og banni sé blandað saman. „Einnig væri áhugavert að taka inn í greininguna aðra vistvæna valmöguleika svo sem metan og vetni. Því til viðbótar væri áhugavert að greina betur aðgerðir sem taka til þyngri ökutækja til atvinnurekstrarnota.“

Breytingar á samsetningu íslenska bílaflotans er verkefni sem tekur langan tíma og því „afar ólíklegt“ að rafbílavæðing ein og sér leiði til þess að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð fyrir árið 2030, þótt hún sé vissulega nauðsynlegur þáttur í þeirri vegferð. „Til að markmiðum Parísarsamkomulagsins verði náð að fullu þarf mun áhrifaríkari aðgerðir en hafa verið greindar í þessari skýrslu, ásamt því að skoða aðrar kerfislegar breytingar eins og til dæmis að greiða fyrir úreldingu mengandi bifreiða, eflingu almenningssamgangna og aðgerða  sem stuðla að breyttum ferðavenjum,“ segir í niðurlögum skýrslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Rannsókn hefst í fyrramálið

21:26 Tekist hefur að slökkva allan eld á Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði auk þess að hreinsa úr húsnæðinu. Slökkviliðið lauk störfum á vettvangi klukkan 19.10 í kvöld en rannsókn á tildrögum eldsins hefst í fyrramálið. Meira »

Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

21:25 Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar. Meira »

„Engin bygging reist í Víkurgarði“

21:12 Engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði og engar grafir verða lagðar undir hótel. Þetta segja forsvarsmenn fyrirtækisins Lindarhvols sem ætlar að byggja hótel á Landssímareitnum. Meira »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
GRUNDIG túbusjónvarp
Grundig TB 800. Til sölu kr. 2500.- Br:80cm.. Hæð:57cm. uppl: 8691204...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...