Setur ekki verðmiða á minningar

Slökkviliðsmenn að störfum í Miðhrauni.
Slökkviliðsmenn að störfum í Miðhrauni. mbl.is/Ásdís

Tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson er ekki einn af þeim taka þátt í hópmálssókn gegn eigendum Geymslna vegna brunans sem varð í Miðhrauni í apríl. Miðað við hversu mikið sumir misstu í brunanum kvartar hann ekki mikið en segir að verst sé að missa minningarnar.

Tvö mál gegn Geymslum voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og eitt til tvö til viðbótar eru í undirbúningi.

Björgvin fór á fund sem var haldinn í Hafnarfirði fyrir þá sem íhuguðu að leita réttar síns vegna eignanna sem þeir misstu. „Ég sótti þennan fund og hlustaði á málflutning en hef ekki tekið næsta skref. Ég vil þessu fólki sem missti sitt allt það besta,“ segir hann.

Björgvin Halldórsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra.
Björgvin Halldórsson, bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, ásamt Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. Ljósmynd/Aðsend

Upptökur á analog-segulböndum

„Það versta við að lenda í svona, því þetta eru dauðir hlutir, er að missa minningarnar,“ bætir hann við og á meðal annars við „analog-segulbönd sem hvergi eru til á jörðinni nema í þessu formi“. Á þeim voru tónleikaupptökur frá áttunda áratugnum, hálfkláraðar upptökur, upptökur utan að landi og lög sem komust ekki inn á plötur. Á þessum tíma var Björgvin í Ævintýri, Brimkló og Hljómsveit Björgvins Halldórssonar. Vatn og reykur komst í segulböndin og ætlar Björgvin að freista þess að endurheimta eitthvað af upptökunum með aðstoð nýjustu tækni.

Björgvin Halldórsson og Sigga Beinteins.
Björgvin Halldórsson og Sigga Beinteins. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Aldrei eins margar ferðir í Sorpu

„Ég hef verið duglegur að uppfæra þetta stafrænt en þetta er svo mikið. Þegar maður lendir í þessu vekur þetta mann til umhugsunar um að vera ekki að safna svona mikið af dóti í kringum sig. Ég er mikill safnari en ég hef núna tekið til hendinni og eftir þennan bruna held ég að ég hafi aldrei farið eins margar ferðir í Sorpu.“

Bréf, myndir og plaköt, ásamt gítarmögnurum og fleiri hlutum úr búslóðinni voru einnig í geymslu Björgvins. Sumt bjargaðist en annað ekki en hann segir að betur hafi farið en á horfðist. „Ég á ekki að kvarta því þarna var fólk sem ég hitti oft þarna sem missti allt. Það bara brann upp og varð ónýtt.“

Geymsla Björgvins var í horni á fyrstu hæðinni og á sama gangi var vinkona hans Sigga Beinteins með munina sína og skreytingar fyrir jólatónleikana sína. Það eyðilagðist allt.

Safnað miklu um samferðarmennina

Björgvin nefnir að tryggingafélagið Sjóvá hafi hjálpað honum við missinn og er ánægður með þá aðstoð. Aðspurður segist hann ekki geta sagt til um hversu miklu hann tapaði í aurum talið. „Þetta var svo mikið af minningum, það er ekki hægt að setja verðmiða á það.“

Hann kveðst hafa safnað miklu um samferðarmenn sína í gegnum tíðina. „Það er góður „djókur“ þegar samferðarmenn og félagar hringja í mig og segja: „Áttu hérna þessa upptöku eða þetta plakat? Þá segi ég yfirleitt: „Hvaða lit viltu?“ Það verður einhver að halda þessu, þetta eru menningarverðmæti.“

mbl.is

Innlent »

Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands

08:26 Vodafone á Íslandi (SÝN) og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Nordavind er norskt fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, orkufyrirtækja og ljósleiðarafyrirtækja í Noregi. Meira »

Ratsjármæli farleiðir fugla

07:57 Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Meira »

Fá engin svör frá borginni

07:37 Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira »

Vegum lokað vegna ófærðar

07:21 Vegum hefur víða verið lokað vegna veðurs og slæmrar færðar á landinu. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu. Skafrenningur er á Sandskeiði og á Kjalarnesi. Meira »

Norðanhríð fram yfir hádegi

06:47 Slæmt veður er á Norðausturlandi en þar gengur á með norðanhríð þessa stundina og fram yfir hádegi. Veðurstofan varar við því að þar geti akstursskilyrði verið varasöm, ekki síst á fjallvegum. Meira »

Hættustig í Ólafsfjarðarmúla

06:34 Vegagerðin lýsti yfir hættustigi í Ólafsfjarðarmúla klukkan 22 í gærkvöldi og er vegurinn lokaður.  Meira »

Þjófar og fíkniefnasalar í haldi

06:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið róleg í umdæminu en sex gista fangageymslur eftir nóttina.  Meira »

Leysigeisla beint að flugvél

06:17 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá flugturninum í Reykjavik upp úr klukkan 21 í gærkvöldi um að grænum leysigeisla hefði verið beint að flugvél sem var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur gerandinn ekki fundist.   Meira »

Íslensku sauðfé fækkaði um 10%

05:30 Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur árum hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%. Meira »

Skattabreytingar tilkynntar bráðlega

05:30 Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun funda aftur í vikunni til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni. Meira »

Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

05:30 Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira »

Ávarpaði stóran útifund

05:30 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Meira »

Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

05:30 Til stendur að dýpka Landeyjahöfn um leið og tækifæri gefst. Spáin er óhagfelld næstu daga, þannig að lítið verður gert um sinn. Meira »

Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag

05:30 Félagssamtökin Verndum Víkurgarð, sem berjast fyrir friðlýsingu Víkurkirkjugarðsins í miðbæ Reykjavíkur, komu saman í Iðnó á laugardaginn og hvöttu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, til þess að ljúka friðlýsingu garðsins að austustu mörkum hans eins og þau voru skilgreind árið 1838. Meira »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumenn við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 201: S...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 2019: ...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...