Barnið sem enginn vildi

Hasim Ægir Khan og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem skráð hefur ...
Hasim Ægir Khan og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem skráð hefur sögu hans. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er mjög mikil saga og maður skynjar sterkt hversu mikið tilfinningalegt álag þetta hefur verið á lítið barn. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir íslenska götubarnið að horfa upp á félaga sína eiga allt sem þá dreymdi um sjálfa, meðan það átti ekkert. Einmanaleikinn var algjör og engin völ á þessari skilyrðislausu ást sem við þurfum öll á að halda til að vaxa og þroskast. Það er í raun ótrúlegt að Hasim hafi lifað þetta af. Algjört kraftaverk.“

Þetta segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, höfundur bókarinnar Hasim – götustrákur í Kalkútta og Reykjavík, sem kom út hjá JPV útgáfu fyrir helgina. 

Ungur fékk Hasim Ægir Khan vindinn í fangið. Sex ára gamall var hann settur aleinn upp í lest í Gömlu-Delhí og endaði sólarhring síðar í Kalkútta þar sem enginn tók á móti honum og fólk talaði framandi tungumál. Næstu árin var hann umkomulaus og einn í heiminum. Sumir voru honum góðir en hann varð líka fyrir ofbeldi og kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur í kynningu JPV útgáfu.

Tólf ára var Hasim sendur yfir hálfan hnöttinn, úr hitanum og mannþrönginni í Kalkútta í snjóinn og fámennið í Þorlákshöfn; úr örbirgð í allsnægtir. Allt í einu átti hann foreldra og systkini – en enginn skildi hann og hann skildi engan. Og ári síðar var hann aftur einn. Beiskur, sár, ráðvilltur og rótlaus. Rændur tungumáli sínu og menningu. Ættleiðingin hafði gengið til baka; fólkið treysti sér ekki til að ala hann upp. Eftir það lenti Hasim milli stafs og hurðar í kerfinu á Íslandi og lifði lífi sem enginn maður getur óskað sér eða yfir höfuð skilið – án þess að hafa verið þar sjálfur. Um tíma leigði hann herbergi með umrenningum í miðbæ Reykjavíkur. Enn á grunnskólaaldri.

Tilfinningalega þungt

Hasim fimmtán ára á rauðakrossheimilinu.
Hasim fimmtán ára á rauðakrossheimilinu.

„Það er alveg rétt, líf mitt hefur ekki verið auðvelt,“ byrjar Hasim á ljómandi góðri íslensku. „Það var erfitt að vera unglingur á Íslandi og tilfinningalega þungt að eiga engan að, þannig lagað, og geta ekki talað við nokkurn mann um það sem ég hafði alla tíð byrgt inni í mér.“

Hann kveðst hafa kynnst mörgu góðu fólki á þessum tíma en enginn komst inn fyrir brynjuna. Hasim treysti ekki nokkrum manni. „Ég hafði heyrt um Hasim og langaði að kynnast honum; saga hans vakti áhuga minn,“ rifjar Þóra Kristín upp. „Hann langaði að segja mér sögu sína og fljótlega kom upp sú hugmynd að skrifa unglingabók um líf hans. Hasim var hins vegar ofboðslega sært og reitt barn á þessum tíma; eiginlega eins og eldspúandi dreki, þannig að ég tók bókarskrifin út af borðinu. Þau yrðu að bíða betri tíma, þegar fjarlægðin væri orðin meiri. Þessar raunir voru einfaldlega of nálægt okkur í tíma til að forsvaranlegt væri að rifja söguna upp. Hasim var eitt stórt gapandi sár.“

Hasim er sammála þessu mati. „Ég var alls ekki tilbúinn á þessum tíma og er mjög feginn að ekki varð af þessu. Sú saga hefði orðið allt öðruvísi en sú sem liggur fyrir í dag. Það var nógu sárt og erfitt að rifja þetta allt saman upp núna, þegar ég bý að mun meiri þroska. Í bókinni er allt ferðalagið, frá vöggu og fram á þennan dag.“

Uppsöfnuð reiði

Eftir á að hyggja kveðst Hasim hafa haft litla sem enga stjórn á lífi sínu sem unglingur. „Reiðin var uppsöfnuð. Ég var brotinn þegar ég kom hingað og ekki bætti úr skák að fjölskyldan sem tók mig að sér hafnaði mér; setti mig út á götu. Ég þekkti svo sem hvernig það var að vera á götunni en Indland og Ísland eru hins vegar eins og svart og hvítt. Í því sambandi eru veðurfarið og menningin bara byrjunin. Það var vissulega erfitt að vera á götunni á Indlandi en þar voru samt fjölmörg önnur börn í sömu stöðu og ég. Hérna á Íslandi skar ég mig úr. Öll önnur börn áttu fjölskyldu og samastað. Fyrir vikið var mun erfiðara að vera á götunni hér en á Indlandi og höfnunin ennþá meiri. Oft hafði mér liðið illa en aldrei eins og á þessum tíma. Ég var gjörsamlega umkomulaus. Hafði engan til að tala við þegar mér leið illa og engan til að gleðjast með mér þegar vel gekk. Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi?“

Það tók Hasim þrjú ár að ná tökum á íslenskunni en hann fékk meðal annars hjálp frá Námsflokkum Reykjavíkur. „Það var gott fólk,“ segir hann með áherslu. „Auk þess að kenna mér íslensku var alltaf eitthvað gott að borða þar en ég var alltaf svangur og ofboðslega horaður. Eitthvað annað en núna.“

Hann hlær.

Hver er ég?

„Ég var ennþá reiður út í umhverfi mitt og lærdómurinn hjálpaði mér; gaf mér tilgang. Grundvallarspurningar brunnu á mér: Hver er ég og hvar á ég að vera? Ég þekkti ekki mitt eigið sjálf. Ég var öðruvísi en önnur börn í útliti og var reglulega spurður hvaðan ég væri. Því gat ég ekki svarað. Það var sárt.“

– Varstu erfiður?

„Svaraði ég þessu neitandi væri ég að skrökva. Ég var erfiður; vandræðaunglingur, eins og það er kallað. Ég geri mér fulla grein fyrir því. Ég gerði ýmislegt sem ég hefði ekki átt að gera og sé eftir því í dag. Ég hafnaði fólki, eins og fólk hafnaði mér. Ég kunni ekkert annað.“
Þóra Kristín segir mikilvægt að skoða málið í samhengi. „Hasim var bara tólf ára þegar hann kom til Íslands, hafði upplifað ótrúlega margt og mætt gríðarlegum áskorunum á stuttri ævi. Hann hafði farið mikils á mis tilfinningalega. Þegar hann kom hingað þurfti hann að læra allt upp á nýtt; tungumálið, að borða, klæða sig og svo framvegis. Auk þess sem veðurfarið var honum framandi. Þetta gat ekki verið ólíkara þeim heimi sem Hasim hafði kynnst. Erfiðleikarnir stigmögnuðust og svo fór allt í háaloft.“

Viðtalið við Hasim Ægi og Þóru Kristínu má lesa í heild í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kemur út á morgun. Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Hafa ekkert með stjórn Gamma að gera

Í gær, 22:40 Samkeppniseftirlitið hefur enn ekki heimilað kaup Kviku á Gamma og bankinn er því ekki eigandi félagsins. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í svari við fyrirspurn mbl.is vegna þeirrar yfirlýsingar VR að félagið taki allt fé sitt úr eignastýringu hjá Kviku verði hækkun leigu hjá Almenna leigufélaginu ekki afturkölluð. Meira »

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Í gær, 22:20 „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

Í gær, 22:03 Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur geri Lindarvatn breytingu á hönnun byggingar sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

Í gær, 21:39 „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

Í gær, 21:05 Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »

„Börn eiga alltaf rétt á stuðningi“

Í gær, 20:40 Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og aðstoð í samræmi við stöðu sína sem börn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vekur hún þar athygli á frumvarpi sínu um að heildstætt mat verði frekar notað heldur en aldursgreiningar. Meira »

Ekkert sem bendir til ójafnvægis

Í gær, 20:10 „Það er ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið í einhverju ójafnvægi eða eitthvað slíkt,“ sagði Davíð Karl Wiium á K100 síðdegis í dag um hvarf bróður síns Jóns Þrastar Jónssonar í Dyflinni. „Hvað varðar andlega heilsu Jóns þá er ekkert sem bendir til annars að hann hafi bara verið við góða heilsu.“ Meira »

„Vonin minnkar með hverjum deginum“

Í gær, 19:45 „Mér líst ekkert á þetta,“ segir Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, spurður hvernig hann meti líkurnar á því að kvóti verði gefinn út fyrir loðnuveiðar á næstu vikum. Afleiðingarnar geti orðið gífurlegar fyrir mörg sjávarútvegsfyrirtæki, fólkið sem hjá þeim starfar og ríkissjóð. Meira »

Segja árás formanns VR ómaklega

Í gær, 19:16 Almenna leigufélagið segist fagna allri umræðu um leigumarkaðinn á Íslandi. Málflutningur Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um Almenna leigufélagið sé hins vegar óheppilegt innlegg í umræðuna. Meira »

Appelsína úr Hveragerði

Í gær, 19:00 Daginn er farið vel að lengja, snjór er yfir öllu bæði í byggð og uppi á hálendinu og því er kominn fiðringur í fjallamenn. Til þess að koma sér í gírinn og fá tilfinningu fyrir tækjunum mættu margir á hina árlegu jeppasýningu Toyota sem haldin var í Garðabæ á laugardag. Meira »

Munu styðja samkomulag við vinnumarkað

Í gær, 18:39 Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, myndi styðja breytingar á skattkerfinu líkt og verkalýðsfélögin hafa óskað eftir. Meira »

Veita 30 milljónir fyrir flóttafólk frá Venesúela

Í gær, 18:02 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Er það til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í lok janúar. Meira »

Keyptu níu „svindl-bíla“ árið 2017

Í gær, 18:02 Rekstraraðilar bílaleigu sem keypti notaða bílaleigubíla af gerðinni Suzuki Jimny af bílaleigunni Procar árið 2017 voru undrandi og hálf slegnir er blaðamaður hafði samband og sagði þeim að átt hefði verið við kílómetramælana í a.m.k. níu bílum sem nú eru í eigu fyrirtækisins. Meira »

Þakkaði Karli Gauta góða yfirferð

Í gær, 17:22 Karl Gauti Hjaltason, þingmaður utan þingflokka, gagnrýndi í fyrirspurn sinni til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafi verið fenginn til starfa í Reykjavík án þess að staða hans hafi verið auglýst, þar sem kveðið er á um að sýslumaður skuli vera í Eyjum. Meira »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

Í gær, 17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

Í gær, 16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

Í gær, 15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

Í gær, 15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

Í gær, 15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...