Ekki hjá óþægindum komist

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. mbl.is/​Hari

Ekki verður hjá einhverjum óþægindum komist vegna framkvæmdanna við meðferðarkjarnann við Hringbraut sem núna eru í fullum gangi.

Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Þar segir að starfsmenn, sjúklingar og aðrir sem eiga leið um svæðið fari ekki varhluta af framkvæmdunum. Hann nefnir að framkvæmdaaðilar leitist við að takmarka óþægindin eftir því sem kostur er.

„Mikilvægt er að deildir í nágrenni framkvæmdanna séu vel upplýstar og sæki sér upplýsingar um framkvæmdir, tímasetningu sprenginga og komi þeim upplýsingum rækilega á framfæri við sjúklinga og aðstandendur þeirra,“ skrifar Páll.

Hann nefnir einnig að heilbrigðisþingið, sem hann sat í dag, hafi verið vel heppnað og að „nýr tónn hafi verið sleginn í umræðunni um heilbrigðismál“.

„Framundan er að vinna að markmiðinu um árangursríka, réttláta og hagkvæma þjónustu fyrir þá sem á henni þurfa að halda. Það er verkefni okkar á Landspítala og þar viljum við vera leiðandi afl í krafti sérþekkingar og hlutverks spítalans gagnvart landsmönnum öllum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert