Gæsluvarðhald framlengt um viku

Maðurinn er sagður hafa verið handtekinn ásamt tveimur pakistönskum samlöndum …
Maðurinn er sagður hafa verið handtekinn ásamt tveimur pakistönskum samlöndum sínum við komuna til Keflavíkur. mbl.is/Eggert

Gæsluvarðhald yfir einum mannanna þriggja sem handteknir voru vegna rannsóknar á meintum brotum á almennum hegningarlögum, lögum um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga hefur verið framlengt til föstudagsins 9. nóvember.

Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Mennirnir þrír sættu allir gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins en tveimur þeirra var sleppt og þeir úrskurðaðir í farbann.

RÚV greindi frá því 20. október að erlendur maður hefði setið í gæsluvarðahaldi í tvær vikur vegna gruns um að hann hafi stundað vinnumansal og flutt tugi manna til Íslands yfir um tveggja ára skeið. Hann hafi verið handtekinn ásamt tveimur pakistönskum samlöndum sínum við komuna til Keflavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert