Átta grenitré söguð niður

Skógarhögg á golfvelli Vallarstjóra GKG finnst innrætið að baki verknaðinum …
Skógarhögg á golfvelli Vallarstjóra GKG finnst innrætið að baki verknaðinum sérkennilegt.

Starfsmönnum Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar brá í brún er þeir komu til vinnu á mánudagsmorgun.

Þá var búið að saga niður átta 1-2 metra há grenitré meðfram 13. braut vallarins og lágu þau á hliðinni, en stubbarnir stóðu upp úr moldinni. Síðasta vor voru fimm tré á sömu slóðum söguð niður.

Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri segir að þarna hafi trúlega einhver eða einhverjir mætt um helgina með handsög að vopni. Hann segir að málið hafi ekki verið kært til lögreglu, hvað sem síðar verði. „Okkur finnst líklegast að einhverjir sem tengjast fjölbýlishúsunum í Þorrasölum eigi hér hlut að máli,“ segir Guðmundur Árni í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert