Stöð 2 Sport missir enska boltann

Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton.
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Everton. AFP

„Við settum fram afar myndarlegt tilboð sem var veruleg hækkun frá því sem við greiðum fyrir enska boltann í dag. Niðurstaðan var hins vegar að ofurtilboð barst úr annarri átt sem engin glóra væri í að jafna.“

Þetta segir Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri hjá Sýn, í Morgunblaðinu í dag. Fjölmiðlafyrirtækið hefur misst sýningarréttinn á ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá og með næsta tímabili.

Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri staðfestir í Morgunblaðinu, að Síminn hafi gert tilboð í réttinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert