Unnið að pallasmíði í nótt

Skipið strandaði í Helguvík í nótt. Nú verður unnið að ...
Skipið strandaði í Helguvík í nótt. Nú verður unnið að því að smíða pall svo menn komist yfir í skipið til að meta ástand þess og taka ákvörðun um næstu skref. Hollenskir sérfræðingar eru komnir til landsins sem ætlað er að búa til sérstaka aðgerðaráætlun varðandi losun skipsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Unnið verður að því í kvöld og nótt að smíða landgang sem gerir mönnum kleift að komast um borð í flutningaskipið Fjordvik sem strandaði við Helguvík í nótt. Vonir eru bundnar við það að menn komist um borð í fyrramálið til að meta ástand skipsins. Á þriðja tug manns er á vettvangi.

Búið er að setja upp stóra ljóskastara til að lýsa upp svæðið þannig að menn geti unnið þar í nótt. Þá er varðskipið Þór komið á staðinn. 

Í kvöld fór fram fundur þar sem m.a. fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Reykjanesbæjar, Umhverfisstofnunar og hafnaryfirvalda í Helguvík fóru yfir stöðuna, ræddu aðgerðaáætlun og næstu skref. 

Fjordvik er skorðað af við hafnargarðinn, en skipið er tekið ...
Fjordvik er skorðað af við hafnargarðinn, en skipið er tekið að halla og síga. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Kjartan Már Kjartanson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sat fundinn í kvöld.

„Aðgerðaáætlunin, eins og hún liggur fyrir, er ekki tilbúin í þeirri mynd sem hún þarf að vera og verður, einfaldlega vegna þess að þeir [björgunaraðilar og fulltrúar útgerðarinnar] hafa ekki komist um borð í skipið. Þannig að planið sem verið er að vinna eftir er þannig, að þessir hollensku sérfræðingar og Köfunarþjónustan eru að byggja pall við skipið í kvöld og nótt. Þeir fara um borð í það á morgun vonandi, og það koma þrír aðrir sérfræðingar frá Hollandi á morgun til liðs þessa tvo sem komu í dag. Þá munu þeir meta stöðuna og hefjast handa við að búa til þetta alvöru björgunarplan,“ segir Kjartan í samtali við mbl.is í kvöld.

Hann segir að allir sem sátu fundinn í kvöld hafi samþykkt að vinna málið með þessum hætti.

Aðspurður segir hann að Hollendingarnir starfi hjá alþjóðlegu fyrirtæki sem sérhæfir sig í svona björgunaraðgerðum. Um er að ræða fyrirtæki sem hefur höfuðstöðvar í Houston í Bandaríkjunum en er með starfsstöðvar víða um heim, m.a. í Hollandi. Þeir komu m.a. að aðgerðum vegna strands gámaflutningaskipsins Víkartinds á Háfsfjöru árið 1997. Og hafa tekið þátt í aðgerðum vegna strands kemmtiferðaskipsins Costa Concordia við strönd eyjunnar Giglio á Ítalíu árið 2012.

Hvað veðrið varðar segir Kjartan það sé óbreytt; hvassviðri og mikill öldugangur eins og verið hefur í allan dag. Hann segir að það eigi ekki að ganga niður fyrr en í fyrramálið. 

Spurður um stöðuna á skipinu, segir Kjartan að það sitji enn fast á sínum stað.

mbl.is

Innlent »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »

Gætu slökkt eldinn um hádegisbil

10:00 „Við fengum upplýsingar í morgun um að hugsanlega myndi slökkvistarfi ljúka um hádegisbil,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði um bruna sem kom upp hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 39 í Hafnar­f­irði í gærkvöldi. Meira »

„Á von á því versta“

09:51 „Ég er fyrst og fremst þakklátur fyrir að enginn var í húsinu,“ segir Örn Gunnlaugsson, sem sá um rekstur fyrirtækisins Bindvírs sem er í húsinu sem brann á Hvaleyrarbraut 39 í nótt. Nú í morgun var búið að rýma burt efri hæðinni þar sem eldurinn kviknaði, en eldur logaði enn á neðri hæðinni. Meira »

Innanlandsflug liggur niðri

08:56 Allt innanlandsflug liggur nú niðri vegna slæms veðurs og ókyrrðar í lofti. Töluverð röskun er einnig á millilandaflugi að því er fram kemur á vef Isavia. Meira »

Heimsóttu Ísland 60 árum eftir fæðingu

08:18 Árið 1958 voru Ellen B. Wilson og eiginmaður hennar Gordon Wilson um borð í flugvél frá París til New York þegar Ellen, sem var komin um átta mánuði á leið, missti vatnið. Meira »

Vara við hviðum upp í 35 metra

08:07 Tekið er að bæta í vind á ný suðvestan- og vestanlands og má reikna með hviðum allt að 35 m/s fram á miðjan dag til að mynda utantil á Kjalarnesi, í Hvalfirði, undir Hafnarfjalli og við Borgarnes, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Gætu stoppað flóðið við Víkurklett

07:37 Kötlugarður, gamli varnargarðurinn austan við Vík í Mýrdal, myndi rofna í Kötluhlaupi svipuðu og varð í gosinu árið 1918, og jökulhlaupið myndi ná til Víkur. Athuganir benda til þess að nýr varnargarður sem byggður yrði í 7 metra hæð yfir sjávarmáli við Víkurklett myndi stöðva jökulflóðið og einnig minna flóð sem hugsanlega kæmi í kjölfarið og því verja byggðina í þorpinu. Meira »

Logar enn á Hvaleyrarbraut

07:18 Enn logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi. Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu logar eldur enn í rými á neðri hæð hússins, en menn telja sig þó vera hægt og rólega að ná niðurlögum hans. Meira »

Fleiri sóttu um vernd

05:30 Um tvöfalt fleiri sóttu um alþjóðlega vernd hér í síðasta mánuði en í janúar. Umsækjendur frá Albaníu voru fjórfalt fleiri í október en í janúar og talsverð fjölgun hefur verið í hópi umsækjenda frá Úkraínu. Meira »

Vildu tóna niður lesbíska ástarsögu

05:30 „Þegar maður er kominn í þetta alþjóðlega umhverfi þá rekst maður á menningarmun. Þessi ástarsaga stendur svolítið í Bretunum,“ segir Lilja Sigurðardóttir rithöfundur. Meira »

Verði sjálfkrafa sviptir ökurétti

05:30 Lögreglan vill að þeir ökumenn sem stöðvaðir eru og mælast með áfengismagn í blóði yfir 0,2 prómill verði sjálfkrafa sviptir ökurétti. Þetta kemur fram í athugasemdum umferðardeildar LRH við frumvarp til nýrra umferðarlaga. Meira »

Karlar fá athvarf í skúr í Breiðholti

05:30 „Við munum kynna verkefnið og þeir sem hafa áhuga geta skráð sig til leiks. Við höldum svo áfram að hittast á fimmtudögum og ræða hvað menn vilja gera,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Meira »

Skýrist með opnun um mánaðamótin

05:30 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði allt að eins milljarðs króna endurlán til Vaðlaheiðarganga ehf. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri, sagði að ekki væri um nýtt lán að ræða. Meira »

Rákust nærri saman á flugi

05:30 Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Meira »

Verktakar vildu ekki litlu íbúðirnar

05:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir verktaka og ríkið hafa brugðist í húsnæðismálum. Verktakar hafi verið tregir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofnframlög til félagslegra íbúða. Meira »

Aðgerðir standa yfir í alla nótt

00:48 Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur í kvöld og nótt barist við mikinn eld sem logar í húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði. Aðstæður til slökkvistarfs hafa verið erfiðar enda bálhvasst á svæðinu. Þá er þak hússins fallið auk þess sem sprengingar hafa verið inni í því. Meira »

Gríðarlegar sprengingar í húsinu

Í gær, 23:32 „Þegar við komum á staðinn þá var efri hæð hússins alelda. Við fórum í að sækja okkur mikið vatn og verja næstu hús,” sagði Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og stjórnandi aðgerða á vettvangi stórbrunans í Hafnarfirði. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Til sölu Musso Sport pallbíll árg.2004
Tilboð óskast í bílinn - gangfær en óskoðaður. Upplýsingar: 5531049 Ólafur Heið...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...