„Gríðarlegt högg fyrir svona samfélög“

Frá Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness, þar sem sjá má stórbrotna ...
Frá Djúpalónssandi á vesturströnd Snæfellsness, þar sem sjá má stórbrotna kletta bera við himin. Vífill segir Snæfellsnes hafa notið góðs af vaxandi ferðaþjónustu, en að séð sé fram á samdrátt. mbl.is/Eggert

Afkoma fyrirtækja í botnfiskútgerð á síðasta ári versnaði hlutfallslega töluvert meira í Norðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Þetta kemur fram í skýrslu sem endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Deloitte tók saman fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Veiðigjöld höfðu sérstaklega mikil áhrif á rekstrarárið, en þau meira en þrefölduðust á milli ára. Þannig námu þau 806 milljónum fiskveiðiárið 2015/16, 600 milljónum 2016/17, en um 2.500 milljónum fiskveiðiárið 2017/18, samkvæmt úttekt Deloitte.

Þessu veldur afnám sérstakra lækkana, sem lækkuðu veiðigjöldin um 310-385 milljónir þau tvö fiskveiðiár sem á undan komu, og einnig góð afkoma tveimur árum fyrir álagningu veiðigjaldanna á fiskveiðiárinu 2017/18, sem myndaði reiknigrunninn fyrir innheimtu þeirra.

Heimild: Deloitte

Framlag uppsjávarveiða „í rýrari kantinum“

Vífill Karlsson, hagfræðingur og atvinnuráðgjafi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, segir háa álagningu veiðigjalda leggjast sérstaklega hart á smáar og/eða skuldsettar útgerðir.

„Þeir sem í gegnum tíðina hafa verið að reyna að viðhalda veiðigetu sinni, á sama tími og kvótinn var sífellt skertur ár frá ári, hafa þurft að skuldsetja sig til að viðhalda henni, og þá einkum í bolfiski,“ segir Vífill í samtali við 200 mílur. Hann bendir á að í kjördæminu séu aðallega stundaðar botnfiskveiðar, sem hafi komið verr út úr álagningu veiðigjalda.

„Framlag uppsjávarveiðanna til veiðigjalda er í rýrari kantinum, það verður að segjast eins og er,“ segir hann. „Litlar og meðalstórar útgerðir eru auk þess að fara verst út úr þessu kerfi eins og það er, og það eru nánast einu útgerðirnar í kjördæminu.“

Heimild: Deloitte

Uppsöfnuð þörf á endurnýjun

Spurður hvort þau rök haldi, að sjávarútvegsfyrirtæki hafi átt að leggja fyrir þegar vel áraði til að geta greitt veiðigjöld tveimur árum síðar, segir Vífill að málið sé ekki svo einfalt og að fara þurfi lengra aftur í tímann til að leita skýringa.

„Fyrst og fremst hafði sjávarútvegurinn lengi þurft að þola sterka krónu, í aðdraganda bankahrunsins, en eftir það veiktist hún verulega og varð hliðholl atvinnugreininni áður en hún styrktist síðan aftur núna seinni árin. En um mjög langt árabil höfðu menn ekki getað endurnýjað skip og annan búnað nógu hratt vegna dræmrar afkomu,“ segir hann.

„Það var því orðin gríðarleg uppsöfnuð þörf á endurnýjun í veiðum og vinnslu, sem menn hafa svo reynt að svara um leið og krónan styrktist aftur, til að fá meira fyrir peninginn úti. Þó það komi því nokkur góð ár með betri afkomu, þá hafa menn notað þann meðbyr fyrst og fremst til að svara þeirri þörf, og það á jafnt við um litlar og meðalstórar útgerðir annars vegar og þær stóru hins vegar, þó vissulega fari meira fyrir endurnýjun stóru togskipanna.“

Hann nefnir mikla endurnýjun sem nú stendur yfir hjá útgerðinni G.Run á Grundarfirði. „Hún mun stórbæta nýtinguna og gæðin verða meiri. Útgerðin er þvi samkeppnishæfari og reksturinn vonandi traustari í sessi. Það er erfitt að segja að þeir hefðu átt að geta safnað fyrir hinu líka.“

Ólafsvík. Útgerð og fiskvinnsla eru þar meginstoðir í atvinnulífinu.
Ólafsvík. Útgerð og fiskvinnsla eru þar meginstoðir í atvinnulífinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Sveitarfélögin reiða sig á sjávarútveg

Utarlega á Snæfellsnesi byggja sveitarfélögin sinn hag á sjávarútvegi, enda var til þeirra stofnað á sínum tíma í þeim tilgangi. „Þar kemur rúmur helmingur teknanna beint úr sjávarútvegi,“ segir Vífill. „Ferðaþjónustan er á því svæði að skila í mesta lagi 10% tekna, þó Snæfellsnesið sé vinsæll staður fyrir ferðamenn heim að sækja. Í veiðigjöldunum felst því gríðarlegt högg fyrir svona samfélög, þar sem allt hvílir á sjávarútvegi.“

Vífill bendir einnig á að mikill fjöldi smábáta sé gerður út frá Snæfellsnesi.

„Ég veit að í smábátaútgerðinni hafa menn sérstakar áhyggjur. Þessi mikla hækkun veiðigjalda og þær breytingar sem í stefnir með frumvarpinu valda því að menn hreinlega hætta eða eru að íhuga að hætta,“ segir hann.

„Og þá er ekki svo einfalt að fara í eitthvað annað. Við höfum notið góðs af aukinni ferðaþjónustu en nú er einmitt að hægja á vextinum þar og menn sjá fram á allnokkurn samdrátt í ferðaþjónustu í þessari fjarlægð frá höfuðborginni. Dvalartími er að styttast og því minnkar gisting á öðrum stöðum en á höfuðborgarsvæðinu.“

Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið.
Strandveiðiflotinn á Grundarfirði speglar sig eftir sumarið. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Skrýtið að vera einir um auðlindagjaldið

Snæfellsnesið sé því að upplifa högg á tveimur stöðum, þó annað sé vissulega þyngra en hitt.

„Eitt finnst okkur einnig skjóta skökku við, eins og aðrir hafa bent á. Ef sjávarútvegur á að inna af hendi þessi auðlindagjöld ár eftir ár, hvað með allar aðrar atvinnugreinar sem nýta auðlindir landsins? Menn eru alveg tilbúnir að borga nýtingargjald af auðlind, en þeim finnst skrýtið að vera einir um það,“ segir hann.

„Þá myndum við líka vilja fá að sjá meira af auðlindagjöldum ganga beint til uppbyggingar og þróunar innviða um allt landið, og kannski einkum vegna atvinnugreina sem byggja á nýtingu náttúruauðlinda eins og ferðaþjónustu, sjávarútvegs, orkuvinnslu og landbúnaði. Þannig væri hægt að stuðla að sjálfbærri nýtingu og rekstri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...