Í gæsluvarðhald út mánuðinn

Maðurinn var handtekinn af lögreglu skömmu eftir að hann yfirgaf …
Maðurinn var handtekinn af lögreglu skömmu eftir að hann yfirgaf vettvang á Geislagötu. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur fallist á kröfu lögreglunnar um að úrskurða karlmann, sem er í haldi lögreglunnar vegna tilraunar til manndráps, í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Gæsluvarðhaldið gildir til 30. nóvember.

Maðurinn var handtekinn af lögreglu skömmu eftir að hann yfirgaf vettvang á Geislagötu við útibú Arion banka á Akureyri síðdegis í gær. Þar hafði hann lent í áflogum við annan mann og beitti hnífi, sem lögregla lagði hald á í húsleit á dvalarstað mannsins.

Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps þar sem verknaðaraðferðin sem beitt var gefur tilefni til þess. Sá sem fyrir árásinni varð var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar og þurfti að gangast undir aðgerð, en hann er ekki talinn í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert