Sérfræðingar fóru um borð í skipið

Brúin sem búið er að setja upp.
Brúin sem búið er að setja upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir skipabjörgunarsérfræðingar hollenska fyrirtækisins Ardent fóru um borð í flutningaskipið Fjordvik í birtingu í morgun til þess að meta aðstæður. Smíði landgangsins sem unnið var að í gærkvöldi og í nótt hafði lokið skömmu áður.  

Þetta segir Helgi Hinriksson, verkefnastjóri hjá Köfunarþjónustunni sem er undirverktaki hjá Ardent. Hinir þrír sérfræðingarnir frá Ardent eru væntanlegir til landsins síðar í dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Að sögn Helga var lagt upp með að mennirnir kæmust um borð í skipið í birtingu og stóðst sú áætlun. Hann segir að verkefnið hafi gengið vel og að aðstæður hafi verið skárri í morgun en í gær. Engu að síður hefur verið mjög kalt í norðanáttinni.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls voru tíu starfsmenn Köfunarþjónustunnar að störfum í Helguvík í gær og í nótt en sex hafa verið þar í morgun. Þeir smíðuðu pallinn yfir mjög gróft grjót sem er í hafnargarðinum og er hann einhverjir tugir metra að lengd. Fyrirtækið verður áfram að störfum í Helguvík þangað til verkefninu í tengslum við strandið lýkur.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurður segir Helgi að fyrirtækið útvegi allan þann búnað sem þarf til björgunarinnar, hvort sem það eru loftpressur, rafstöðvar, olíudælur, vatnsdælur eða pallaefni. Engin köfun hefur farið fram við skipið enda engar aðstæður til þess.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert