Sjór í vélar- og lestarrúmi Fjordvik

Leiða má líkur að því að gat sé á skrokki …
Leiða má líkur að því að gat sé á skrokki skipsins, en ekki er vitað hvar gatið er eða hversu stórt það er. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ljóst er að sjór hefur komist í vélar- og lestarrúm flutningaskipsins Fjordvik sem situr fast við hafnargarðinn í Helguvík. Leiða má líkur að því að gat sé á skrokki skipsins, en ekki er vitað hvar gatið er eða hversu stórt það er.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir ekki hægt að kanna gatið að svo stöddu. Þá staðfestir hann jafnframt að dæling á eldsneyti úr skipinu hefjist fljótlega.

Týr farinn af vettvangi

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, er varðskipið Týr farið að sinna hefðbundnu eftirliti og er því farið af vettvangi. Varðskipið Þór er enn á svæðinu og verður þar áfram af öryggisástæðum.

Skrokkur skipsins er nokkuð illa farinn eins og sést á …
Skrokkur skipsins er nokkuð illa farinn eins og sést á þessari ljósmynd. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert