Kæra hefur engin áhrif á rannsóknina

Oddur gerir ekki ráð fyrir því að fólkið verði yfirheyrt …
Oddur gerir ekki ráð fyrir því að fólkið verði yfirheyrt í dag. mbl.is/Eggert

Kæra gæsluvarðhaldsúrskurðar vegna brunans í einbýlishúsi við Kirkjuveg 18 á Selfossi síðastliðinn miðvikudag hefur engin áhrif á rannsókn málsins. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Karl og kona voru handtekin á vettvangi brunans á miðvikudag og þau í kjölfarið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi í morgun að konan hefði kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Tvennt lést í brunanum.

Ef kærunni er formlega lýst fyrir Landsrétti í dag þá hefur lögreglan á Suðurlandi daginn á morgun til að skila rökstuðningi, að sögn Odds. Landsréttur getur því í fyrsta lagi úrskurðað í málinu á miðvikudag, en gæsluvarðhaldið rennur út á fimmtudag.

Fólkið var úrskurðað í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, en það hefur sætt einangrun. Oddur gerir ekki ráð fyrir að fólkið verði yfirheyrt í dag, en skýrslutökur fóru fram yfir þeim fyrir helgi.

Oddur segir nú unnið úr þeim gögnum sem búið er að afla. Meðal annars úr samtölum við möguleg vitni. Þá hafa skýrslu­tök­ur af sak­born­ing­um verið und­ir­bún­ar og unnið úr rann­sókn­ar­gögn­um á vett­vangi. Vinna fer fram hjá lög­reglu, tækni­deild lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, Mann­virkja­stofn­un og fleiri aðilum eft­ir því sem við á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert