Enn straumur til landsins

Alls fluttu 3.610 erlendir ríkisborgarar til landsins á þriðja fjórðungi …
Alls fluttu 3.610 erlendir ríkisborgarar til landsins á þriðja fjórðungi og 1.000 íslenskir ríkisborgarar. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Tæplega 2.200 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttu til Íslands á þriðja fjórðungi en fluttu þá frá landinu. Hins vegar fluttu tæplega 300 fleiri íslenskir ríkisborgarar frá landinu en fluttu til landsins.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir brottflutning íslenskra ríkisborgara alltaf töluverðan á þriðja fjórðungi út af námi erlendis á haustönn. „Sé mynstrið í búferlaflutningum skoðað yfir árið bendir líkan mitt til að heldur fleiri Íslendingar muni flytjast hingað en flytja burt. Brottflutningur vegna náms á haustönn jafnast út á síðasta fjórðungi,“ segir hann í umfjöllun um streymi fólks til landsins í Morgunblaðinu í dag.

Alls fluttu 3.610 erlendir ríkisborgarar til landsins á þriðja fjórðungi en 1.000 íslenskir ríkisborgarar. Á móti kom að 1.440 erlendir ríkisborgarar og 1.280 íslenskir ríkisborgarar fluttu frá landinu. Með þessum búferlaflutningum er árið 2018 í öðru sæti í sögunni hvað varðar aðflutta erlenda ríkisborgara. Hafa samtals 5.630 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins á fyrstu níu mánuðum ársins en fluttu þá frá landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert