Enski boltinn til Símans

Harry Kane og Lucas Moura eru meðal þeirra sem leika …
Harry Kane og Lucas Moura eru meðal þeirra sem leika listir sínar í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Síminn hefur staðfest að Síminn og enska úrvalsdeildin hafa náð samningum um sýningarréttinn frá ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá og með tímabilinu 2019/2020. Gildir sýningarrétturinn út þrjú leiktímabil.

„Við erum afskaplega stolt að hafa náð þessu frábæra sjónvarpsefni til Símans. Enska úrvalsdeildin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsins og við erum spennt að kynna nýjungar til leiks sem ekki hafa verið í boði áður eins og t.d. 4K útsendingar. Það ætti einnig að gleðja aðdáendur enskrar knattspyrnu að við munum sýna um 15% fleiri leiki í beinni útsendingu en er gert í dag,“ er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans.

Áður hafði verið greint frá því að Stöð 2 Sport myndi missa enska boltann. 

„Við sett­um fram afar mynd­ar­legt til­boð sem var veru­leg hækk­un frá því sem við greiðum fyr­ir enska bolt­ann í dag. Niðurstaðan var hins veg­ar að of­ur­til­boð barst úr ann­arri átt sem eng­in glóra væri í að jafna,“ sagði  Björn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Sýn, við Morgunblaðið í byrjun mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert