Fjandsamlegt framferði verði ekki liðið

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata á fundi þeirra í gærkvöldi.
Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata á fundi þeirra í gærkvöldi. mbl.is/Eggert

Píratar héldu í gær kynningu á drögum að verklagsreglum flokksins um bann við einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Jón Þór Ólafsson þingmaður flokksins stjórnaði fundinum, sem var ótengdur þeim fregnum af einelti sem hafa borist úr röðum Pírata að undanförnu og leitt til þess að bæði varaborgarfulltrúi og pólitískur ráðgjafi flokksins hafa dregið sig í hlé frá flokksstarfinu á allra síðustu dögum.

Píratar sendu frá sér tilkynningu laust fyrir hádegi, undirritaða af framkvæmdaráðsliðum, þingmönnum og sveitarstjórnarfulltrúum flokksins. Þar sagði að þeirra takmark væri að „búa til gott umhverfi fyrir félagsmenn Pírata og fyrir starfsfólk“ og að þau væru öll staðráðin í að skapa slíkt umhverfi fyrir sína félagsmenn, auk þess sem eftirsjá væru af góðu fólki í þeirra starfi og að allir væru velkomnir aftur.

„Í gær komu saman fulltrúar framkvæmdaráðs, þingflokks, sveitarstjórnarfulltrúar, trúnaðarráð og úrskurðarnefnd. Sá hópur var einhuga um að grípa þurfi til samþættra aðgerða til að koma samskiptamálum og vellíðan félagsmanna til betri vegar og vinna saman að því markmiði. Vinna er hafin við aðgerðaáætlun til að taka á þessum vanda.

Við ætlum að vanda okkur og það tekur tíma. Frekari skref verða tekin á næstu dögum,“ segir í tilkynningu Pírata.

Mikilvægt að setja reglur

„Við viljum að sjálfsögðu passa upp á að allt starf Pírata geti verið laust við svona fjandsamlega hegðun sem hrekur fólk í burtu,“ segir Jón Þór í samtali við blaðamann mbl.is. Hann segir það til dæmis grundvöll fyrir jafnrétti kynjanna að stjórnmálasamtök setji sér reglur um að kynferðislega áreitni í flokksstarfinu og hvernig verði tekið á því.

„Ef þú tekur ekki á þeim málum þá ertu ekki búinn að tryggja jafnrétti að starfa í stjórnmálasamtökum og það er nú þaðan, í gegnum stjórnmálasamtökin, sem fólk kemst í valdastöður í okkar samfélagi, alla vega opinberar valdastöður,“ segir Jón Þór.

Jón Þór segir að stjórnmálaflokkum, eins og öðrum fyrirtækjum og samtökum, sé lagalega skylt að setja sér reglur sem þessar, til þess að tryggja að starfsfólk sitt njóti verndar gegn einelti og áreitni. Hann segist áhugasamur um hvernig þessum málum sé háttað innan annarra stjórnmálaflokka, en að einungis Vinstri græn hafi þegar sett sér reglur sem þessar, eftir því sem hann best viti.

Leitt að verklagsreglur hafi ekki verið staðar

„Það lítur út fyrir að við séum komin með drög að mjög góðum reglum sem gætu verið orðin að lögum og verklagsreglum Pírata eftir einhverjar 2-3 vikur og það er það jákvæða í þessu,“ segir Jón Þór og bætir við að sér þyki leitt að þeir ferlar sem Píratar eru nú að ljúka við móta til þess að taka á einelti og áreitni hafi ekki verið til staðar er þau mál sem hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarna daga komu upp.

Drögin sem fjallað var um á fundi Pírata í gær ...
Drögin sem fjallað var um á fundi Pírata í gær gætu verið orðin að verklagsreglum innan 2-3 vikna, að sögn Jóns Þórs. mbl.is/Eggert

„Það er bara mjög leiðinlegt að fólk hafi ekki séð tækifæri til að setja slíkt framferði, slíka framkomu í ferli sem að myndi geta leyst það, þannig að framferðið eða svona hegðun myndi hætta og það væri hægt að bregðast einhvern veginn við því ef að fólk léti sér ekki segjast.

Megintilgangurinn í þessu öllu saman er það að starfið geti virkað vel og að fólki líði vel að starfa, það var ekki í þessu tilfelli, en við þá bregðumst við og reynum að skapa umhverfi þannig að það geti verið svo. Við erum bara mjög bjartsýn á það að þetta geti gripið svona vandamál og þau hefðu ekki farið þangað sem þau fóru ef þessar verklagsreglur hefðu verið komnar,“ segir Jón Þór.

Ættu að geta séð leið til baka

Hann segir að stjórnmálaflokkar séu drifnir áfram af framlagi sjálfboðaliða og að flokkarnir verði að skapa gott vinnuumhverfi fyrir þá sem koma að starfinu. Jón Þór telur að þeir sem vikið hafa úr starfinu eða íhuga að gera það vegna eineltismála, ættu að geta séð leið til baka inn í flokksstarfið eftir að nýjar verklagsreglur líta dagsins ljós.

„Ég myndi segja það, að ef að þú vékst úr flokksstarfi af því að þér fannst vera fjandsamlegt umhverfi og svo sérðu að félagið brást við á réttan, málefnalegan og lausnamiðaðan hátt og fór í það að skapa umhverfi þar sem slíkt fjandsamlegt framferði er ekki liðið og er tekið á á lausnamiðaðan hátt, þá sé ég ekki annað en að margir myndu geta snúið til baka, inn í þá farsælt samstarf,“ segir Jón Þór.

mbl.is

Innlent »

Huginn lengdur um 7,2 metra

20:15 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra. Meira »

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst

19:56 „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum. Meira »

Átta mánuði að svara um Helguvík

19:55 Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð. Meira »

Baka milljón kökur

19:36 Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið. Meira »

Samherji undirbýr skaðabótamál

18:45 Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. Meira »

Harry Poter kom, sá og sigraði

18:36 Harry Poter er fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meistaratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin. Meira »

Undir áhrifum fíkniefna í banaslysi

18:21 Karlmaður sem lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut í október fyrir um tveimur árum var ekki í öryggisbelti og var undir áhrifum fíkniefna þegar slysið varð. Meira »

Börnin stjórnuðu þingi í Laugarnesskóla

17:57 Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur í dag, en yfirskrift átaks UNICEF vegna dagsins í ár er #börnfáorðið. Í tilefni þess var barnaþing haldið í Laugarnesskóla, sem er einn fyrsti Réttindaskóli UNICEF á landinu. Meira »

Ísland í aðalhlutverki í París

17:49 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra sóttu ráðstefnuna Global Positive Forum í París í dag. Meira »

Handtekinn fyrir að reykja á salerni

17:29 Karlmaður sem var farþegi í flugvél WOW air frá Brussel var handtekinn við komuna á Keflavíkurflugvöll í dag.  Meira »

Fiskeldisfyrirtækin fá undanþágu

17:07 Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt fyrirtækjunum Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalaxi hf. tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi, með skilyrðum. Arctic Sea Farm hf. er þar með veitt heimild til að framleiða 600 tonn árlega og Fjarðalaxi hf. 3.400 tonn árlega af laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði. Meira »

Steinsteypa ekki nóg

17:07 Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja mikilvægt að staðið verði við að fjölga leikskólarýmum enda stefnt að því að tryggja 12 mánaða börnum rými. Meira »

Sýknaður af nauðgunarákæru

16:48 Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á síðasta ári.  Meira »

Lítil loftgæði á Akureyri

16:36 Klukku­tíma­gildi svifryks við Strandgötu á Akureyri mælist nú 199 míkró­grömm á rúm­metra. „Þetta gerist gjarnan við þessi skilyrði sem eru núna; þurrar götur, stillt veður og frekar svalt í lofti,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, við mbl.is Meira »

Hækka frítekjumark veiðigjalda

16:34 Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að hækka frítekjumark til þess að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir, einnig leggur meirihlutinn til að nytjastofnar sem mynda lítið aflaverðmæti verði undanþegnir veiðigjöldum. Meira »

Rifu ræsið burt til að laga holuna

16:07 „Við rifum bara ræsið burt og setjum nýtt,“ segir yf­ir­verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. Mbl.is greindi frá því um helgina að stærðar hola hefði myndaðist í gamla Vaðlaheiðar­veg­in­um og hafði jörðin opnaðist með þeim hætti að hefði bíll keyrt þar ofan í hefði hann geta stór­skemm­st. Meira »

Hafrannsóknastofnun leitar að togara

16:04 Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hafa óskað eftir tilboðum í leigu á togara til að mæla stofna botnfiska á Íslandsmiðum. Að þessu sinni er óskað eftir einum togara á norðausturhorni landsins, en gert er ráð fyrir að leigan muni standa yfir í þrjár vikur í komandi marsmánuði. Meira »

Rannsókn lokið og vitna leitað

15:48 Rannsókn lögreglu á vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á föstudagskvöld er lokið og hefur hann verið afhentur tryggingarfélagi. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Meira »

„Ísland á að vera eign þjóðarinnar“

14:57 „Þetta kemur eins og blaut tuska í andlitið á manni,“ segir Jóna A. Imsland um kaup breska kaupsýslumannsins Jim Ratcliffe á jörðum á Norðausturlandi. Jóna stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að herða reglur um jarðakaup á Íslandi. Meira »
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...