Hæstiréttur hafnaði einnig kröfu Ólafs

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Golli

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar um að hafna kröfu afhafnarmannsins Ólafs Ólafssonar um að Landsréttardómarinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson beri að víkja sæti í áfrýjuðu máli gegn Ólafi fyrir Landsrétti.

Í mál­inu sem um ræðir er tek­ist á um kröfu Ólafs um end­urupp­töku á þætti hans í Al Thani-mál­inu. Krefst Ólafur endurupptöku meðal annars vegna þess hann telur að Markús Sigurbjörnsson, dómari í Hæstarétti, sem Ólafur segir að sé vinur Vilhjálms, hafi ásamt öðrum sem í dómnum sátu hafi metið sönnunargögn í Al Thani-málinu  rangt.  Þá telji hann Vilhjálm vanhæfan vegna neikvæðra umfjöllunar tveggja sona Vilhjálms um mál Ólafs.

Þegar krafa Ólafs var tekin fyrir í Landsrétti sendi Ólafur frá sér tilkynningu. „Krafa Ólafs byggðist á að með réttu léki vafi á hæfi Vil­hjálms vegna ná­ins vin­skap­ar hans við Markús og vegna nei­kvæðrar um­fjöll­un­ar um Ólaf sem tveir syn­ir Vil­hjálms hafa staðið fyr­ir, Ingi Freyr blaðamaður og Finn­ur, sak­sókn­ari hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara og síðar starfsmaður rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is sem rann­sakaði sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Búnaðarbanka Íslands hf. Ólaf­ur hef­ur sent er­indi vegna þeirr­ar málsmeðferðar til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu,“ sagði í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert