Hvassviðri tefur björgunaraðgerðir

Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn við björgun flutningaskipsins Fjordvik …
Hvassviðri hefur sett strik í reikninginn við björgun flutningaskipsins Fjordvik í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Veðrið er bara þannig að það er ekki hægt að eiga við það,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri í Reykjaneshöfn, í samtali við mbl.is. Vinnu við björgun flutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði í Helguvík um helgina, var hætt síðdegis í dag sökum versnandi veðurs.

Mikill sjór er kominn í skipið og hefur búnaði til að dæla sjó skipinu verið komið fyr­ir á bryggj­unni í Helgu­vík en ekki tókst að koma hon­um um borð í skipið vegna veðurs. Í dag tókst því einungis að undirbúa sjódælinguna sem og flutning spilliefna frá borði.

Halldór býst við að björgunarstarfið hefjist að fullu að nýju í fyrramálið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert