Í gæsluvarðhald vegna hnífstungu

Frá Þorlákshöfn.
Frá Þorlákshöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Karlmaður um sextugt var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Suðurlands til fimmtudagsins 8. nóvember vegna rannsóknar á líkamsárás sem átti sér stað í heimahúsi í Þorlákshöfn á sunnudag.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Maðurinn er talinn hafa veitt konu á fimmtugsaldri stunguáverka á kvið með hnífi. Konan var flutt af vettvangi á sjúkrahús, með sjúkrabifreið, þar sem hún dvelur enn en er ekki talin í lífshættu. Báðir aðilar eru af erlendu bergi brotnir en hafa verið búsettir hér og unnið um lengri tíma.

Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið að sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert