Nýtrúlofaður með kókaín í brókinni

Fíkniefnaleitarsérfræðingar sögðust aldrei hafa séð pakkningar eins og þær sem ...
Fíkniefnaleitarsérfræðingar sögðust aldrei hafa séð pakkningar eins og þær sem mennirnir tveir voru með í nærbuxum sínum. mbl.is/Ófeigur

Tveir erlendir karlar hafa verið dæmdir í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja tæp 700 gr. af kókaíni til landsins. Þeir komu með flugvél Icelandair frá Amsterdam í mars ásamt unnustu annars þeirra og voru báðir með tæp 350 gr. af sterku kókaíni í nærbuxum sínum. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrir viku síðan.

Mennirnir hafa báðir verið búsettir hér á landi um nokkurt skeið og héldu utan í orlofsferð í mars. Fyrir dómi sagði annar maðurinn að tilefni ferðalagsins hefði verið væntanlegt brúðkaup vinar síns og unnustu hans, sem höfðu verið saman í mánuð. Fyrst hélt fólkið til Litháen þar sem parið kynnti hvort annað fyrir verðandi tengdaforeldrum sínum og síðan fór hópurinn til Barselóna á Spáni, þar sem bónorðið var borið upp.

Missaga um uppruna kókaínsins

Frá Barselóna var svo haldið til Amsterdam í Hollandi. Þar kom kókaínið inn í myndina, en mönnunum greindi á um uppruna þess fyrir dómi.

Annar þeirra, sá sem ekki var nýbúinn að fara á skeljarnar á Spáni, sagði að kókaínið hefði hann fundið fyrir tilviljun á snyrtingu á flugvellinum í Amsterdam og ákveðið, sökum þess að hann var undir áhrifum áfengis, að stinga því inn á sig. Hann sagðist fyrir dómi ekki hafa vitað hvað væri í pakkanum.

Sá nýtrúlofaði sagði hins vegar að hann hefði keypt kókaínið í Amsterdam og pantað það  áður en lagt var upp frá Íslandi. Hann sagði efnið til eigin neyslu og sagði maðurinn fyrir dómi að á þessum tíma hefði hann verið að nota 3-6 gr. af kókaíni á degi hverjum. Hann sagði hvorki félaga sinn né unnustu sína hafa vitað af fíkniefnainnflutningnum.

Létu eins og þau þekktust ekki í Fríhöfninni

Lögreglumaður sem bar vitni fyrir dómi sagði að fylgst hafi verið með fólkinu er þau komu til landsins, vegna gruns um að þau tengdust innbrotum höfðu verið hér á landi.

Það vakti athygli lögreglu að fólkið lét eins og það þekktist ekki þegar þau komu til landsins og eftir að för þeirra var stöðvuð, þrátt fyrir að fyrir hefði legið að þau hefðu verið að ferðast saman.

Pakkningarnar eins og „skúlptúr“

Aðalvarðstjóri við embætti Tollstjóra lýsti kókaínpakkningunum sem „nákvæmlega eins“ að lögun og umbúnaði. Hann sagði þær einnig mjög sérstæðar og að á 30 ára ferli í fíkniefnaleit hefði hann aldrei séð pakkningar sem útbúnar hefðu verið með þessum hætti. „Þær hefðu verið nánast eins og skúlptúr,“ segir í dóminum um lýsingar vitnisins og annar tollsérfræðingur tók undir þetta.

Sá sagðist á 28 ára ferli sínum við fíkniefnaleit aldrei hafa séð pakkningar líkar þessum áður, en þær munu hafa verið „vafðar með límbandi og mótaðar þannig að þær pössuðu vel í nærbuxurnar.“

Efnið talið ætlað til sölu

Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að framburður mannanna, um að þeir hefðu ekki vitað af fíkniefnainnflutningi hvors annars, væri ótrúverðugur. Því taldi dómurinn ljóst að ákærðu hefðu staðið að innflutningi efnanna í sameiningu og taldi einnig að miðað við styrkleika efnisins og magni þess mætti slá því föstu að ætlunin hefði verið að selja dópið í ágóðaskyni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegn um samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

20:52 Fyrir rúmlega ári síðan hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingarfélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum

18:38 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn. Meira »

10 geðhjúkrunarrými í viðbót

18:35 Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

17:55 Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

17:08 Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni að 35 ára afmæli hópsins. Meira »

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar

17:00 Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði. Meira »

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik

16:50 „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag. Meira »

„Ekki skemmtilegt að keyra þennan veg“

16:32 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Meira »

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri

16:13 Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína. Meira »

1.500 milljóna endurfjármögnun

16:10 „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019. Meira »

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu

16:03 Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015. Meira »

Nemendur umkringdu skólann

15:35 Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan. Meira »

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum

15:32 Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri. Meira »
flott innskotsborð með innlögðum rósum
er með falleg innskotsborð á 20,000 kr sími 869-2798...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
isl-stáleldhúskollar ódýrir
er með nokkra ódýra eldhús-kolla á 5,500 kr STYKKIÐ sími 869-2798...