Samráð um kjaramál í ellefta sinn

Fundur að hefjast í Ráðherrabústaðnum.
Fundur að hefjast í Ráðherrabústaðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, heildarsamtaka á vinnumarkaði, forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkissáttasemjara funduðu í ellefta sinn í Ráðherrabústaðnum í gær.

Fundurinn var sá fyrsti eftir að nýjar stjórnir voru kjörnar í ASÍ, BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Ákveðið var að halda áfram samstarfi um söfnun upplýsinga um launaþróun, þróun ráðstöfunartekna, skattbyrði og bótagreiðslur. Markmiðið er að greina tekjugrunn samfélagsins. Þá voru húsnæðismál einnig til umræðu og ákveðið að skeggræða þau málefni enn frekar á næsta fundi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert