Þyrlan biluð og má ekki fara í blindflug

TF-LIF að taka eldnseyti frá varðskipinu TÝR.
TF-LIF að taka eldnseyti frá varðskipinu TÝR. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Við veitum fulla þjónustu inni á landi og fulla þjónustu á sjó að degi til. En sem stendur eru hendur okkar bundnar í myrkri. Það er bara þannig,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugstjóri Landhelgisgæslu Íslands.

Bilun kom nýlega upp í flugleiðsögubúnaði einnar þriggja þyrlna Landhelgisgæslunnar, TF-LIF. Þyrlan má ekki fara í blindflug og nýtist því ekki að nóttu til. Það þýðir nánar tiltekið að komi upp neyðarástand úti á sjó að nóttu til getur Landhelgisgæslan ekki brugðist við. Að sögn Sigurðar er unnið að því að fá varahluti en ekki er hlaupið að því með jafn gamla þyrlu og um er að ræða í þessu tilviki.

„Þetta er mjög alvarlegt ástand,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, við Morgunblaðið, í umfjöllun um bilun þyrlunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert