Ágæt færð á landinu

mbl.is/Sigurður Bogi

Færð er yfirleitt góð á landinu en hálka eða hálkublettir á einhverjum heiðum. Vegna vinnu við þjóðveg 1 um Öxnadalsheiði verða umferðartafir þar í dag frá klukkan 11 í 3-4 klukkutíma.

Vesturland: Það eru hálkublettir á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Laxárdalsheiði, auk þess er þoka á Holtavörðuheiði.

Vestfirðir: Hálkublettir eru á nokkrum fjallvegum. Dynjandisheiði er enn ófær.

Norðurland: Það eru hálkublettir á nokkrum leiðum. Þoka er á Vatnsskarði og á Þverárfjalli.

Norðausturland: Hálkublettir eru á nokkrum leiðum, aðalleiðir að mestu greiðfærar.

Austurland: Þar eru nokkuð víða hálkublettir en hálka á Breiðdalsheiði og á Öxi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert