Borgaraþjónustan aðstoðar báða mennina

Tveir Íslend­ing­ar eru í haldi lög­regl­unn­ar í Ástr­al­íu eft­ir að ...
Tveir Íslend­ing­ar eru í haldi lög­regl­unn­ar í Ástr­al­íu eft­ir að kókaín fannst í fóðri ferðatösku á flug­vell­in­um í Mel­bour­ne. Ljósmynd/Ástralska alríkislögreglan

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur átt í samskiptum við báða mennina sem eru í haldi lögreglunnar í Ástr­al­íu vegna gruns um fíkni­efna­smygl. Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við mbl.is. Starfsmenn borgaraþjónustunnar hafa átt í samskiptum við mennina og fjölskyldur þeirra.

„Þetta er hefðbundin borgaraþjónusta og aðstoð við Íslendinga í vanda erlendis,“ segir Sveinn og bætir við að mönnunum stendur aðstoðin til boða eins lengi og þurfa þykir. Hann gat hins vegar ekki staðfest hvort aðstoðin felst í að útvega lögmenn, en það er meðal þjónustu sem borgaraþjónustan getur veitt í tilfellum þar sem Íslendingar eru handteknir eða fangelsaðir erlendir.  

Mennirnir voru handteknir á mánudag og fram kemur í tilkynningu á vefsíðu áströlsku alríkislögreglunnar að mennirnir eru 25 ára og 30 ára. Sá yngri var hand­tek­inn á flug­vell­in­um í Mel­bour­ne eft­ir að fjög­ur kíló af kókaíni fund­ust í far­angri hans. Rann­sókn leiddi lög­reglu svo á slóðir hins eldri sem var hand­tek­inn á hót­el­her­bergi. Þar hafði lög­regl­an fundið 2,7 kíló af kókaíni.

Sá yngri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. febrúar og gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Sá eldri var leiddur fyrir dómara í gær en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hefur ekki fengist staðfestur.

Vilja bara sjá snjó í Game of Thrones 

Greint hefur verið frá handtökunum á Facebook-síðu áströlsku alríkislögreglunnar og þar er tilkynningin öllu frjálslegri en á vefsíðu embættisins. „Veturinn nálgast (e. Winter is coming) fyrir tvo íslenska ríkisborgara,“ segir í upphafi færslunnar og er það verið að vísa í sjónvarpsþættina Game of Thrones, sem hafa að hluta til verið teknir upp á Íslandi. 

Þá segist lögreglan aðeins vilja sjá snjó í Game of Thrones. Tilvísunin er margþætt, hin augljósasta er að orðið snjór hefur verið notað yfir kókaín á ensku en Snow er einnig eftirnafn einnar af aðalpersónum þáttanna, auk þess sem söguhetjurnar þurfa oft að fást við hin ýmsu verkefni þegar allt er á kafi í snjó. 

mbl.is

Innlent »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...