Borgaraþjónustan aðstoðar báða mennina

Tveir Íslend­ing­ar eru í haldi lög­regl­unn­ar í Ástr­al­íu eft­ir að ...
Tveir Íslend­ing­ar eru í haldi lög­regl­unn­ar í Ástr­al­íu eft­ir að kókaín fannst í fóðri ferðatösku á flug­vell­in­um í Mel­bour­ne. Ljósmynd/Ástralska alríkislögreglan

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur átt í samskiptum við báða mennina sem eru í haldi lögreglunnar í Ástr­al­íu vegna gruns um fíkni­efna­smygl. Þetta staðfestir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, í samtali við mbl.is. Starfsmenn borgaraþjónustunnar hafa átt í samskiptum við mennina og fjölskyldur þeirra.

„Þetta er hefðbundin borgaraþjónusta og aðstoð við Íslendinga í vanda erlendis,“ segir Sveinn og bætir við að mönnunum stendur aðstoðin til boða eins lengi og þurfa þykir. Hann gat hins vegar ekki staðfest hvort aðstoðin felst í að útvega lögmenn, en það er meðal þjónustu sem borgaraþjónustan getur veitt í tilfellum þar sem Íslendingar eru handteknir eða fangelsaðir erlendir.  

Mennirnir voru handteknir á mánudag og fram kemur í tilkynningu á vefsíðu áströlsku alríkislögreglunnar að mennirnir eru 25 ára og 30 ára. Sá yngri var hand­tek­inn á flug­vell­in­um í Mel­bour­ne eft­ir að fjög­ur kíló af kókaíni fund­ust í far­angri hans. Rann­sókn leiddi lög­reglu svo á slóðir hins eldri sem var hand­tek­inn á hót­el­her­bergi. Þar hafði lög­regl­an fundið 2,7 kíló af kókaíni.

Sá yngri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. febrúar og gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Sá eldri var leiddur fyrir dómara í gær en gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hefur ekki fengist staðfestur.

Vilja bara sjá snjó í Game of Thrones 

Greint hefur verið frá handtökunum á Facebook-síðu áströlsku alríkislögreglunnar og þar er tilkynningin öllu frjálslegri en á vefsíðu embættisins. „Veturinn nálgast (e. Winter is coming) fyrir tvo íslenska ríkisborgara,“ segir í upphafi færslunnar og er það verið að vísa í sjónvarpsþættina Game of Thrones, sem hafa að hluta til verið teknir upp á Íslandi. 

Þá segist lögreglan aðeins vilja sjá snjó í Game of Thrones. Tilvísunin er margþætt, hin augljósasta er að orðið snjór hefur verið notað yfir kókaín á ensku en Snow er einnig eftirnafn einnar af aðalpersónum þáttanna, auk þess sem söguhetjurnar þurfa oft að fást við hin ýmsu verkefni þegar allt er á kafi í snjó. 

mbl.is

Innlent »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »

Slapp með skrámur eftir veltu

13:37 Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira »

Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

13:32 Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Meira »

Reyndi að losa sig við búslóð á víðavangi

13:30 Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá athugulum vegfaranda á dögunum sem hafði komið auga á bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Meira »

58 gistu 624 nætur í neyðarskýlum

13:18 Alls dvöldu 58 einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur 624 gistinætur í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar á síðasta ári.  Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

13:18 Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »

Fólk geti búið heima eins lengi og kostur er

13:01 Heilbrigðisráðherra telur að brýnt sé að grípa til ýmissa aðgerða vegna hækkandi hlutfalls aldraðra. Meðal annars verði áhersla lögð á að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili með stuðningi og þeirri heilbrigðisþjónustu sem einstaklingur þarf á að halda. Meira »

„Ekki nóg að hugsa bara um sjálfan sig“

12:02 „Það þarf að huga að því að það er ekki nóg að geta séð fram fyrir sig,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aðalmeðferð í máli hjóna í febrúar

11:50 Aðalmeðferð í máli hjóna sem eru grunuð um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjaness 14. febrúar. Meira »

Leiguverð hækkaði um 46% á Suðurnesjum

11:16 Þegar leiguverð í desember 2017 er borið saman við leiguverð í desember 2018 sést 7,8% hækkun. Mesta breytingin var á leiguverði tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum, en það hækkaði um 46% á þessum tíma, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Meira »

Ákærður fyrir hrottalega árás á Akureyri

11:11 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, fyrir að hafa stungið annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Cherokee hjólbarðar óskast
Óska eftir hjólbörðum fyrir Grand Cherokee stærð 225/75/16R eða 236/70/16R Uppl...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Infrarauður Saunaklefi 229.000
Infrarauður Saunaklefi - 249.000 Tilboð : 229.000 Er á leiðinni 8-10 vikur ( 30...