Búið að dæla allri olíu úr skipinu

Um 100 tonnum af olíu hefur verið dælt úr sementsflutningaskipinu …
Um 100 tonnum af olíu hefur verið dælt úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík á laugardag. Nú er reynt að dæla sjó úr skipinu og koma því á flot. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að dæla allri ol­í­u, rúmlega 100 tonnum, úr flutn­inga­skip­inu Fjor­d­vik sem strandaði í Helgu­vík síðustu helgi. Hagstæðar veðuraðstæður í gær auðvelduðu björgunarfólki að flytja nauðsynlegan björgunarbúnað um borð, meðal annars dælur og slöngur, að því er fram kemur í tilkynningu frá SMT Shipping sem sér um aðgerðir í höfninni.

Í dag hefur verið unnið að því að gera tilraunir við að dæla sjó úr skipinu og koma því á flot en ekki er ljóst hvort það muni takast.

Varðskip­in Þór og Týr höfðu vakta­skipti á mánudag og er Þór kom­inn aft­ur í Reykja­vík­ur­höfn en Týr er til taks utan við Helgu­vík. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er hefur hlut­verk Land­helg­is­gæsl­unn­ar í flutn­ingi Fjor­d­vik, þegar þar að kem­ur, ekki enn verið ákveðið en það verður til taks í dag ef færi gefst til að færa skipið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert